Innipúkinn fór fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum í Reykjavík um helgina. Stemningin var góð og fólk virtist skemmta sér frábærlega. Að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Innipúkans, var uppselt á hátíðina sem honum fannst heppnast einstaklega vel.
Dikta, Mammút, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Sudden Weather Change, Gísli Pálmi, Steed Lord og Retro Stefson voru meðal þeirra hljómsveita sem trylltu lýðinn frá föstudegi til sunnudags í miðbæ Reykjavíkur.
Þeir sem stóðu fyrir hátíðinni höfðu fengið leyfi til þess að loka götunum fyrir framan staðina og þótti það heppnast vel. Myndaðist götuhátíðarstemning í Naustinni.
Myndirnar lýsa gleðinni.