Gróf hundinn lifandi

Aumingja hundurinn var nær dauða en lífi
Aumingja hundurinn var nær dauða en lífi Af Facebook

Mynd­ir af hundi sem var graf­inn lif­andi í Frakklandi hafa gert allt vit­laust á sam­fé­lags­miðlum og hef­ur eig­andi hunds­ins verið hand­tek­inn.

Það var hunda­eig­andi sem var á göngu á óbyggðu svæði í Carri­eres-sur-Seine með sinn hund sem fann hund­inn, sem af teg­und­inni Dogue de Bordeaux, og bjargaði hon­um. 

Maður­inn setti inn mynd­ir af hund­in­um á Face­book og sagði að þarna hafi orðatil­tækið rétt­ur maður á rétt­um stað sannað sig og bjargað lífi.

Aðeins haus hunds­ins stóð upp úr og var vart sýni­leg­ur þar sem búið var að moka miklu magni af mold yfir hann. 

Sam­kvæmt heim­ild­um AFP frétta­stof­unn­ar hjá lög­regl­unni hafði grjóti verið hlaðið upp meðfram hund­in­um og poka með möl hafði verið komið fyr­ir svo hann slyppi ekki úr prísund­inni. Tæp­ara mátti ekki standa með björg­un því hund­ur­inn var orðinn afar mátt­far­inn og byrjaður að þorna upp.

Það tók lög­reglu skamm­an tíma að hafa uppi á eig­and­an­um sem er 21 árs gam­all. Hann neit­ar að hafa grafið hund­inn lif­andi og seg­ir að hann hafi stungið af. Lög­regl­an tek­ur hins veg­ar ekki mark á skýr­ing­um hans. Enda hund­ur­inn meira en tíu ára gam­all og þjá­ist af liðagigt. 

Eig­and­inn verður leidd­ur fyr­ir dóm­ara ákærður fyr­ir dýr­aníð. Hann á yfir höfði sér tveggja ára fang­elsi og að þurfa að greiða sekt upp á 30 þúsund evr­ur. 

Á net­inu hafa 174 þúsund manns skrifað und­ir skjal þar sem farið er fram á hann fái þyngstu mögu­legu refs­ingu fyr­ir at­hæfið.

mbl.is