Medvedev skoðar bann

Íslenskar sjávarafurðir, einkum frystar loðnuaafurðir, síld og makríll, fyrir 21-25 …
Íslenskar sjávarafurðir, einkum frystar loðnuaafurðir, síld og makríll, fyrir 21-25 milljarða eru fluttar til Rússlands ár hvert. mbl.is/Ómar

Dimítrí Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, skipaði fyr­ir um það í Moskvu í gær að kannað yrði hvort Rúss­land ætti að grípa til viðskiptaþving­ana gegn sjö lönd­um, Íslandi þar á meðal, til viðbót­ar þeim lönd­um sem Rúss­ar hafa þegar bannað inn­flutn­ing frá.

Med­vedev greindi jafn­framt frá því að hann myndi stýra rann­sókn­inni sjálf­ur. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að ut­an­rík­is­ráðuneytið sé að reyna að afla frek­ari upp­lýs­inga um það hversu mik­il al­vara sé í þessu hjá Rúss­um.

„Auðvitað veld­ur þetta áhyggj­um. Við höf­um haft áhyggj­ur af því all­an tím­ann að lenda á viðskipta­bann­lista hjá Rúss­um. Þess­ar frétt­ir eru ekki til þess falln­ar að draga úr áhyggj­um okk­ar,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina