Förðunarkeppnin hjá Áttunni í síðasta þætti sló rækilega í gegn og sást vel að þeir lögðu sig allir fram. En því miður laut einn í lægra haldi, hann Ragnar Jónsson.
Eins og í öllum hinum þáttunum fær taparinn refsingu. Refsingin að þessu sinni felst í módelmyndatöku. Þetta er engin venjuleg módelmyndataka, heldur er markmiðið að taka eins ljóta mynd af Ragnari og hægt er.
Til þess að fanga þetta ljóta augnablik fengu þeir Ragnar Axelsson, RAX, til þess að taka myndirnar en hann er einn fremsti ljósmyndari landsins. RAX segist aldrei hafa upplifað jafn óþægilega myndatöku á sínum starfsferli.
Eftir að RAX hafði tekið myndirnar af nafna sínum voru þær bornar undir ofurmódelið Orra Helgason og var hann látinn dæma þær.
Ekki missa af þessari refsingu. Ef þú vilt sjá fleiri, þá ferðu inn á
<a href="/attan" target="_blank">www.mbl.is/attan</a>.
Viltu sjá meira?
<a href="http://www.facebook.com/attanofficial" target="_blank">www.facebook.com/attanofficial</a> <a href="http://www.instagram.com/attan_official" target="_blank">www.instagram.com/attan_official</a>Snapchat: Attan_official
Watchbox: Attan_official
<br/><div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/165270/" style="border: 0;" width="640"></iframe> <div id="embedded-remove"> </div> </div>