Vanhugsuð þátttaka í viðskiptabanni

Síldarvinnslan á Neskaupstað.
Síldarvinnslan á Neskaupstað. Sigurður Bogi Sævarsson

Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, seg­ir það van­hugsað að taka þátt í viðskipta­banni gegn Rúss­um. Þetta kem­ur fram í pistli sem hann hef­ur ritað á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Eng­in efn­is­leg umræða hef­ur farið fram um þátt­töku ís­lenskra stjórn­valda í að fram­lengja viðskipta­bann gegn Rúss­um 30. júlí sl. vegna mál­efna Úkraínu. Samt eru gríðarleg­ir hags­mun­ir þjóðarbús­ins lagðir að veði með þess­ari ákvörðun.  Íslensk­ir út­flytj­end­ur fengu fyrst að vita af ákvörðun­inni frá viðskipta­vin­um sín­um í Rússlandi.

Und­ir­ritaður átti fundi bæði með ráðherra og for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar eft­ir að í ljós kom að Ísland studdi upp­haf­leg­ar þving­un­araðgerðir gegn Rúss­um þar sem þeim var fylli­lega gerð grein fyr­ir þeim af­leiðing­um sem þetta gæti haft ef viðskipta­bann gegn Íslandi kæmi til fram­kvæmda.  Samt sér Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, enga ástæðu til að staldra við þótt gríðarleg­ir hags­mun­ir séu í húfi fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf.

Hlut­verk stjórn­valda er að skapa um­gjörð um starfs­skil­yrði fyr­ir­tækja og styðja við þann far­veg sem alþjóðleg viðskipti fara um. Sé raun­veru­leg­ur vilji til að aðstoða ís­lensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­mun­um þjóðar­inn­ar get­ur ráðherra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðningi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í ut­an­rík­is­mál­um und­ir­strikað.

Viðskiptaþving­an­ir hafa tak­mörkuð áhrif og bitna helst á þeim sem síst skyldi, það er al­menn­um borg­ur­um viðkom­andi ríkja. Hlut­verk ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er að fram­fylgja ut­an­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir diplóma­tísk­um leiðum en ekki að beita þjóðir viðskiptaþving­un­um án umræðu. Það á að rækta viðskipt­in við Rússa á þess­um erfiðu tím­um og er full ástæða að viðhalda ára­tuga góðum viðskipta­sam­bönd­um við Rússa,“ skrif­ar Gunnþór.

Undr­ast að þetta komi ráðherra á óvart

Hann seg­ir af­leiðing­ar af þess­ari þátt­töku Íslend­inga séu að öll­um lík­ind­um að steyp­ast yfir okk­ur á næstu dög­um í formi inn­flutn­ings­banns á einn af okk­ar mik­il­væg­ustu mörkuðum fyr­ir fryst­an upp­sjáv­ar­fisk; loðnu-, síld­ar- og mak­rílaf­urðir.

„Auk þess hef­ur markaður fyr­ir bol­fiskaf­urðir okk­ar verið vax­andi í Rússlandi. Viðskiptaaðilar okk­ar þar í landi hafa verið dug­leg­ir að upp­lýsa okk­ur um frétta­flutn­ing af þessu máli sl. viku og hef­ur verið al­veg skýrt í þeirra huga hvert málið stefn­ir. Samt virðast þess­ar frétt­ir koma ut­an­rík­is­ráðherra á óvart í Morg­un­blaðinu og hann seg­ir óljóst hvað Med­vedev for­sæt­is­ráðherra sé að segja. Hér eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi og ráðherra læt­ur málið koma sér í opna skjöldu!

Við Íslend­ing­ar höf­um síðustu ára­tug­ina átt í far­sæl­um og góðum viðskipt­um við Rúss­land og stóðu þau viðskipti af sér kalda stríðið.   Eins og sést í sam­an­tekt hér að neðan, sem byggð er á gögn­um frá Hag­stofu Íslands, hafa viðskipti við Rúss­land með sjáv­ar­af­urðir vaxið ár frá ári.

Viðskipti með síld­ar­af­urðir eiga sér margra ára­tuga sögu; markaður fyr­ir frosna loðnu hef­ur vaxið síðustu ára­tug­ina og markaður fyr­ir loðnu­hrogn er stækk­andi.  Með til­komu mak­ríls­ins nýtt­ust viðskipta­sam­bönd­in strax til að byggja upp góða markaði fyr­ir mak­rílaf­urðir okk­ar. Hags­mun­ir þjóðar­inn­ar eru hér mikl­ir.

Sérþekk­ing á er­lend­um mörkuðum hef­ur byggst upp á löng­um tíma inn­an sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi og hef­ur bundið sam­an öfl­ugt söl­u­net sem trosn­ar ekki auðveld­lega. Þessi sam­bönd hafa haldið enda allt kapp lagt á að halda góðum tengsl­um við Rússa. Það eru póli­tísku sam­bönd­in sem eru að rakna upp í hönd­un­um á ut­an­rík­is­ráðherra. Þar ber hann einn ábyrgð.

Ut­an­rík­is­ráðherra nefn­ir að ráðuneytið sé alltaf reiðubúið að aðstoða út­flytj­end­ur. „Frá því að þving­an­irn­ar tóku gildi gagn­vart Rúss­um hef­ur eng­inn út­flytj­andi óskað aðstoðar ráðuneyt­is­ins, sendi­ráða eða Ísland­s­tofu við að finna nýja markaði,“ seg­ir Gunn­ar Bragi í Morg­un­blaðinu.

Íslensk út­flutn­ings­fyr­ir­tæki eru með full­trúa á sín­um snær­um út um all­an heim að selja sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi, þau taka þátt í öll­um helstu sölu­sýn­ing­um í heim­in­um til að kynna ís­lensk­an fisk og kynn­ast fjar­læg­um mörkuðum og treysta ný sam­bönd.  Við tök­um þátt í alþjóðlegu sam­starfi og ráðstefn­um þar sem farið er yfir alla markaði t.d. fyr­ir upp­sjáv­ar­fisk. Ástæða þess að op­in­ber­ir starfs­menn eru ekki beðnir um aðstoð við að selja fisk er ein­fald­lega sú að út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in eru að vinna að því öll­um stund­um og tryggja þar með bestu hags­muni Íslands á hverj­um tíma. Það er í verka­hring ut­an­rík­is­ráðherra að tryggja póli­tíska hags­muni Íslend­inga er­lend­is,“ seg­ir Gunnþór. 

Ut­an­rík­is­ráðherra á ekki að selja sjáv­ar­af­urðir

Nú sitja stjórn­end­ur fyr­ir­tækja milli von­ar og ótta um það hvort stjórn­völd í Rússlandi láti okk­ur á list­ann yfir þjóðir sem beitt­ar verða viðskiptaþving­un­um, skrif­ar Gunnþór. 

„Mik­il­væg­ar vertíðir eru framund­an. Kraft­ar ut­an­rík­is­ráðherra og hans fólks eiga ekki að fara í það að selja sjáv­ar­af­urðir. At­hygli þeirra á að bein­ast að því að halda góðu sam­bandi við viðskiptaþjóðir okk­ar svo við get­um flutt út sjáv­ar­af­urðir og aflað þjóðarbú­inu tekna.

Síld­ar­vinnsl­an í Nes­kaupstað hef­ur flutt út síld­ar­af­urðir til Rúss­lands í meira en hálfa öld og hef­ur sá markaður ávallt skipt fyr­ir­tækið og starfs­fólk þess miklu máli,“ seg­ir enn­frem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

mbl.is