Rússar vilja kaupa sem fyrst

Makríllinn hefur selst vel.
Makríllinn hefur selst vel.

Garðar Svavars­son, deild­ar­stjóri upp­sjáv­ar­sviðs hjá HB Granda, seg­ir að sala á mak­ríl til Rúss­lands hafi verið með venju­bundn­um hætti nú fyrstu vik­una í ág­úst.

Þar á bæj­um séu menn ekki að láta mögu­leg­ar aðgerðir rúss­neskra yf­ir­valda hafa áhrif á starf­sem­inu.

Her­mann Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Icelandic Pelagic dótt­ur­fé­lags Skinn­eyj­ar-Þinga­nes, seg­ir að þrátt fyr­ir að ekki hafi verið selt út til Rúss­lands í síðustu viku, hafi sala verið góð í júli og fyr­ir­tækið finni fyr­ir aukn­um áhuga viðskipta­manna sinna og vilja til þess að kaupa eins mikið og hægt sé sem fyrst ef til viðskipta­banns kæmi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: