Allar líkur á að bannið nái til Íslands

Rússnesk stjórnvöld munu á næstunni taka ákvörðun um hvort viðskiptabann …
Rússnesk stjórnvöld munu á næstunni taka ákvörðun um hvort viðskiptabann sem lagt hefur verið á ríki Evrópusambandsins verði einnig yfirfært á sjö önnur ríki. Ísland er eitt þeirra ríkja. AFP

All­ar lík­ur eru á að Rússa muni bæta við sjö lönd­um á lista sinn yfir þau ríki sem eru beitt viðskipta­banni. Ísland er eitt þess­ara landa,  en enn er þó óljóst hvort þetta muni hafa áhrif á mak­ríl­sölu Íslend­inga til Rúss­lands. Áhrif þess gætu orðið tals­verð fyr­ir ís­lenska út­flytj­end­ur, þar sem Rúss­land er stærsti markaður­inn fyr­ir mak­rílaf­urðir Íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Vara­for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, Arka­dy Dvor­kovich, sagði í sam­tali við RIA frétta­stof­una í dag að Rússlandi væri nú að horfa til þess að bæta fleiri lönd­um á list­ann.

Rúss­neska frétta­stof­an Tass hef­ur eft­ir starfs­manni land­búnaðarráðuneyt­is­ins þar í landi að búið sé að senda til­lög­ur til rík­is­stjórn­ar­inn­ar varðandi hvaða afurðir bannið ætti að ná til. Áður hafði komið fram að all­ar lík­ur væru á því að ef Rússa bættu fleiri lönd­um á list­ann, þá myndi viðskipta­bannið ná yfir sömu vör­ur og frá þeim ríkj­um sem nú þegar eru beitt viðskipta­banni af hálfu Rúss­lands. Þar með myndi lokast fyr­ir út­flutn­ing á mak­rílaf­urðum frá Íslandi til Rúss­lands.

Rúss­land hafði áður sett á viðskipta­bann gagn­vart ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og öðrum vest­ur­veld­um vegna viðskiptaþving­ana þeirra gagn­vart Rússlandi eft­ir aðkomu þeirra að stríðsátök­um í Úkraínu. Þau lönd sem nú er rætt um að bæta við á list­ann, auk Íslands eru Svart­fjalla­land, Al­b­an­ía, Nor­eg­ur, Lichten­stein og Úkraína.

Enn óljóst með mak­ríl­inn

Starfsmaður ráðuneyt­is­ins sem Tass ræddi við sagði að í sam­bandi við Ísland væri þó enn óljóst hvort mögu­legt viðskipta­bann myndi ná yfir „ákveðnar fiski­teg­und­ir.“

Mörg ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa lýst áhyggj­um vegna máls­ins, en Íslend­ing­ar selja gríðarlega mikið af sjáv­ar­af­urðum til Rúss­lands. Þannig fór um helm­ing­ur mak­rílaf­urða árið 2013 til Rúss­lands og í heild er Rúss­land stærsti upp­sjáv­ar­markaður Íslend­inga. Í fyrra voru seld 120.000 tonn af upp­sjáv­ar­af­urðum þar, en um er að ræða mak­ríl, síld og loðnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina