Funduðu með hagsmunaaðilum

Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Brynjar Gauti

Full­trú­ar hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi mættu á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í gær til þess að koma á fram­færi sjón­ar­miðum sín­um vegna þátt­töku Íslands í viðskiptaþving­un­um gegn Rússlandi. Að sögn Vil­hjálms Bjarna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og ann­ars vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar, var fyrst og fremst um að ræða upp­lýs­inga­fund fyr­ir nefnd­ar­menn.

Full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins mættu á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is ný­verið og lýstu sjón­ar­miðum stjórn­valda og tók nefnd­in und­ir þau. Nokk­ur umræða hef­ur skap­ast að und­an­förnu um þátt­töku Íslend­inga í viðskiptaþving­un­um vest­rænna ríkja gegn Rússlandi, vegna inn­limun­ar Rússa Kríms­skaga og aðkomu að átök­un­um í Úkraínu, í kjöl­far þess að rúss­nesk stjórn­völd gáfu til kynna að hugs­an­lega yrði Íslandi bætt á lista þeirra yfir ríki sem Rúss­ar hafa gripið til viðskiptaþving­ana gegn.

Full­trú­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, HB Granda og Íslenskra sjáv­ar­af­urða mættu á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gær að sögn Vil­hjálms. Spurður hvort frek­ari fund­ur séu fyr­ir­hugaðir seg­ir Vil­hjálm­ur að það sé ekki ákveðið en hugs­an­lega verið kallað eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ann­ar vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, seg­ir að ljóst sé að mikl­ir hags­mun­ir séu í húfi vegna viðskipta við Rúss­land og að rík­ur vilji sé til þess að viðhalda góðum viðskipta­sam­bönd­um við Rússa líkt og verið hafi allt frá tím­um þorska­stríðanna.

mbl.is