Lögreglumaðurinn rekinn úr starfi

AFP

Lögreglumaðurinn Brad Miller, sem skaut nítján ára óvopnaðan mann til bana í Arlington í Texas á föstudaginn, hefur verið rekinn úr starfi. Lögregustjórinn í Arlington segir að Miller hafi gerst sekur um dómgreindarskort.

Maðurinn, Christan Taylor, hafði ekið bíl í gegnum glugga á bílasölu. Málið vakti mikla athygli en það er eitt fjölmargra sem hafa komið upp þar sem hvítur lögregluþjónn skýtur ungt svart fólk.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu lög­reglu brut­ust fljótlega út á­tök á milli Tayl­or og lög­reglu­manns­ins sem lauk með þeim hætti að lögreglumaðurinn skaut Taylor. Brad Miller er 49 ára gamall og hefur starfað sem lögreglumaður í tæpt ár. Hann var fyrst settur í tímabundið leyfi en honum hefur nú verið vikið úr starfi.

Frétt mbl.is: Skaut óvopnaðan mann til bana

mbl.is