HB Grandi tekur dýfu í Kauphöllinni

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

Mik­il viðskipti hafa verið með hluta­bréf HB Granda í Kaup­höll­inni í dag og hef­ur gengi bréf­anna lækkað hratt á stutt­um tíma. Alls nam dags­lækk­un­in 1,64 pró­sent­um klukk­an rúm­lega tvö í dag en heild­ar­velta með bréf­in nem­ur um 470 millj­ón­um króna. 

Í til­kynn­ingu HB Granda til Kaup­hall­ar­inn­ar í dag kom fram að tekj­ur fé­lags­ins gætu lækkað um 1,5 til 2,2 millj­arða ís­lenskra króna á árs­grun­velli vegna inn­flutn­ings­banns Rússa á ís­lensk­ar mat­vör­ur. Þá sagði að mik­il­vægi Rúss­lands­markaðar í rekstri HB Granda hafi auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum.

Á síðasta mánuði hafa bréf HB Granda lækkað mest allra skráðra fé­laga í Kaup­höll­inni, eða um 6,24 pró­sent.

Gengið stend­ur í 39,1 krón­um á hlut.

mbl.is