Meira undir hér en annars staðar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það eru al­var­legri tíðindi fyr­ir okk­ur en fyr­ir aðrar Evr­ópuþjóðir að vera á bann­list­an­um. Það er ekk­ert annað land sem hef­ur jafn mikið und­ir. Maður velt­ir fyr­ir sér hags­mun­un­um af því að vera ekki á þess­um lista,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra um ákvörðun Rússa að banna inn­flutn­ing á mat­væl­um, meðal ann­ars frá Íslandi. Hann seg­ir að hags­mun­ina af því að vera ekki á list­an­um verði að ræða hér heima fyr­ir.

„Rúss­lands­markaður hef­ur í ára­tugi verið mjög mik­il­væg­ur fyr­ir sjáv­ar­af­urðirn­ar okk­ar og stend­ur und­ir um 5% af öll­um vöru­út­flutn­ingi okk­ar. Það eru því mjög al­var­leg tíðindi ef það er þannig að Rúss­ar ætla að banna all­an inn­flutn­ing en við erum að vinna í því að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um eðli inn­flutn­ings­banns­ins,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við: „Það veld­ur svo áhyggj­um að svo virðist sem það séu tak­markaðir mögu­leik­ar á að koma vör­un­um á aðra markaði en við skoðum hvaða ár­angri við get­um náð í þeim efn­um.“

Viðskipta­sam­band Íslands og Rúss­lands hef­ur staðið í ára­tugi og hef­ur Bjarni áhyggj­ur af þess­um svipt­ing­um. „Ég hef áhyggj­ur af þró­un­inni á þessu ára­tuga viðskipta­sam­bandi. En ég hef trú á sam­tal­inu. Við mun­um ræða við rúss­nesk stjórn­völd og aðra þá sem geta orðið okk­ur að liði. Það verður að líta heild­stætt á þetta,“ seg­ir Bjarni um fram­haldið. 

„Inn­an stjórn­kerf­is­ins munu menn áfram leita leiða til að fá skýr­ing­ar og styðja við út­flutn­ing­inn eins og við get­um.“

Aðspurður hvernig komi til greina að styðja við út­flutn­ing­inn seg­ir Bjarni ekk­ert úti­lokað. „Það verður bara að koma bet­ur í ljós eft­ir því sem mál­inu vind­ur fram. Það er ekk­ert úti­lokað enn, en það fer eft­ir eðli þving­an­anna.“

mbl.is