Mikilvægt að meta afraksturinn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, seg­ir það hafa verið viðbúið að Rúss­ar myndu setja inn­flutn­ings­bann á ís­lensk­ar mat­vör­ur. Tíðind­in ættu ekki að koma á óvart.

„Það var auðvitað viðbúið að við fær­um á þenn­an lista. Ég vakti at­hygli á því fyr­ir ári að það að halda áfram og bæta í viðskiptaþving­an­irn­ar gegn Rúss­um, sem þá var ákveðið að gera, myndi skapa hættu á þessu,“ seg­ir hún.

„Ég hef haft ákveðinn fyr­ir­vara á þess­um aðgerðum og tel mik­il­vægt að meta afrakst­ur­inn af þeim, hver hann ná­kvæm­lega er. Mér hef­ur ekki sýnst hann vera mik­ill, satt að segja, þegar kem­ur að því að stuðla að friðsam­ari heimi.“

Hún seg­ist til að mynda hafa sett fyr­ir­vara þegar Evr­ópu­sam­bandið ákvað að bæta í viðskiptaþving­an­irn­ar gagn­vart Rúss­um þegar Minsk-sam­komu­lagið um vopna­hlé á milli Úkraínu og Rúss­land náðist.

„En hins veg­ar hef­ur það verið ljóst all­an tím­ann að það gæti komið til þess að við yrðum svo beitt gagnþving­un­um.“

Hún seg­ir að mikl­ir hags­mun­ir séu und­ir. Bannið gæti haft mikl­ar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Hún vænt­ir þess að stjórn­völd hér á landi hafi ein­hverja áætl­un til­tæka um það hvernig bregðast eigi við þess­ari ákvörðun rúss­neskra stjórn­valda, í ljósi þess að við höf­um getað átt von á þessu í meira en ár.

mbl.is