Rússar banna innflutning frá Íslandi

Rússland er stærsti markaður Íslendinga fyrir uppsjávartegundir.
Rússland er stærsti markaður Íslendinga fyrir uppsjávartegundir. mbl.is/Albert Kemp

Sam­kvæmt rúss­neska miðlin­um RT hafa stjórn­völd í Rússlandi ákveðið að út­víkka inn­flutn­ings­bann á mat­vöru þannig að það nái til Íslands, Alban­íu, Svart­fjalla­lands, Liechten­stein og að gefn­um ákveðnum skil­yrðum, Úkraínu.

Bannið mun aðeins ná til Úkraínu ef ríkið ákveður að styrkja efna­hags­leg tengsl sín við Evr­ópu­sam­bandið.

„Þessi lönd hafa út­skýrt ákvörðun sína um að fram­lengja and-rúss­nesk­ar refsiaðgerðir með því að vísa í þá staðreynd að þau séu skuld­bund­in til þess sam­kvæmt ein­hvers kon­ar sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið, en þetta er aðeins satt að hluta,“ er haft eft­ir rúss­neska for­sæt­is­ráðherr­an­um Dmi­try Med­vedev.

Hann seg­ir fjölda ríkja með viðlíka samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið hafa hafnað því að taka þátt í refsiaðgerðunum. Því sé um að ræða meðvitaða ákvörðun sem merki að rík­in séu und­ir­bú­in fyr­ir mótaðgerðir af hálfu Rússa.

Rúss­ar hafa þegar bannað inn­flutn­ing á vör­um frá aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Nor­egi og Kan­ada. Bannið nær m.a. til land­búnaðar­af­urða, græn­met­is og ávaxta, og sjáv­ar­fangs.

Ekki hef­ur feng­ist staðfest hvort bannið nær til mak­ríls, en Rúss­land er stærsti markaður­inn fyr­ir ís­lensk­ar upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Útflutn­ing­ur fiskaf­urða til lands­ins nam 120.000 tonn­um í fyrra.

Rúss­ar hófu að farga smygluðum mat­væl­um í síðustu viku og urðuðu m.a. 10 tonn af osti sl. fimmtu­dag.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Y4qEt_ELGfo" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Frétt mbl.is: Kaup­end­ur úti áhyggju­full­ir

mbl.is