Sendingum til Rússlands snúið við

Makríll.
Makríll. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þrem­ur send­ing­um með vör­um frá Íslandi á leið til Rúss­lands var snúið við eft­ir að Rúss­ar settu viðskipta­bann á ís­lensk­ar vör­ur í morg­un. Þetta kem­ur fram á fréttamiðlin­um Und­ercur­rent News

RÚV fjallaði fyrst um málið en þar kem­ur fram að send­ing­arn­ar verði látn­ar bíða í öðrum höfn­um þar til í ljós kem­ur hvers eðlis viðskipta­bann Rússa er og hvert fram­haldið verður.

Í frétt Und­ercur­rent News, sem sér­hæf­ir sig í frétt­um af sjáv­ar­út­vegi, er haft eft­ir Sig­ur­geiri Brynj­ari Krist­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, að það muni hafa mik­il áhrif á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg að geta ekki selt vör­ur til Rúss­lands.

Þá hafi Níg­er­íu­markaður einnig reynst erfiður, en um 19% af út­flutn­ingi á mak­ríl hafi farið þangað. „Eft­ir því sem ég best veit er Ísland ekki að selja neitt til Níg­er­íu núna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina