Smábátaeigendur áhyggjufullir

Landssamband smábátaeigenda segist áhyggjufullt yfir stöðunni sem upp er komin.
Landssamband smábátaeigenda segist áhyggjufullt yfir stöðunni sem upp er komin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda lýs­ir mikl­um áhyggj­um vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskipta­bann á vör­ur frá Íslandi og í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um er vísað til þess að þau vöruðu við stöðunni fyr­ir ári síðan. Þá var gagn­rýnt að ekki væri haft sam­ráð við söluaðila sjáv­ar­af­urða þegar ut­an­rík­is­ráðherra heim­sótti Úkraínu í miðju átak­anna 2014.

Vísað er til þess að yf­ir­lýs­ing­ar hafi þá verið gefn­ar sem ljóst var að hefðu áhrif á ára­tuga viðskipti við vinaþjóð Íslend­inga – Rúss­land.  Lands­sam­bandið hvatti þá til að var­lega yrði farið í þess­um mál­um því gríðarleg­ir hags­mun­ir væru þar und­ir.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að Íslend­ing­ar hafi þá sloppið, en nú hafi mál þró­ast á verri veg. „Íslend­ing­ar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rúss­ar settu viðskipta­bann á. Því miður hafa þessi mál þró­ast á enn verri veg, þar sem eitt verðmæt­asta viðskipta­sam­band þjóðar­inn­ar er í upp­námi. Verðmæti markaðar­ins tel­ur í tug­um millj­arða.“

Þá er bent á að rík­is­stjórn­in hafi enn ekki komið sam­an til að ræða þá stöðu sem upp er kom­in. „Það er Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda veru­legt áhyggju­efni að upp­lifa ból­töku í þessu mik­il­væga mál­efni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og bætt er við: „Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hvet­ur stjórn og stjórn­ar­and­stöðu að taka hönd­um sam­an og gera allt sem í þeirra valdi er til að end­ur­heimta viðskipta­sam­bönd við Rúss­land.   LS vís­ar til góðra sam­skipta sem skap­ast hafa milli þjóðhöfðingja þess­ara grónu vinaþjóða við að finna lausn á þeirri al­var­legu stöðu sem málið er komið í.“

mbl.is