Sólvirkni breytti ekki loftslagi

Sólin fer í gegnum sveiflur í sólblettavirkni á 10-12 árum. …
Sólin fer í gegnum sveiflur í sólblettavirkni á 10-12 árum. Í hámarkinu eykst útgeislun hennar örlítið og minnkar að sama skapi í lágmarkinu. Af Stjörnufræðivefnum

Eng­in mark­tæk aukn­ing hef­ur orðið á virkni sól­ar­inn­ar frá ár­inu 1700, öf­ugt við það sem áður hef­ur verið talið. Nýir út­reikn­ing­ar á fjölda sól­bletta sýna fram á þetta. Erfitt er því að út­skýra lofts­lags­breyt­ing­ar á jörðinni fyrr á öld­um eða í dag með nátt­úru­leg­um sveifl­um í virkni sól­ar­inn­ar.

Fram að þessu hef­ur það verið nokkuð al­menn skoðun vís­inda­manna að að meðal­virkni sól­ar hafi auk­ist síðastliðin 300 ár frá lok­um tíma­bils sem hef­ur verið nefnt Mau­der-lág­markið. Það stóð yfir frá 1645 til 1715 en þá voru óvenjuf­á­ir sól­blett­ir á sól­inni.

Á sama tíma geisaði kulda­skeið í norðan­verðri Evr­ópu, sem hófst þó mun fyrr og lauk mun seinna, sem stund­um hef­ur verið nefnt litla-ís­öld­in. Sól­virkn­in hafi svo náð há­marki á síðari hluta 20. ald­ar, að því er kem­ur fram í frétt á Stjörnu­fræðivefn­um.

Af þess­um sök­um hafa menn freist­ast til að álykta að sól­in hafi leikið stórt hlut­verk í þess­um lofts­lags­breyt­ing­um á síðasta árþúsundi. Ein­hverj­ir hafa jafn­vel viljað skýra þær lofts­lags­breyt­ing­ar sem eiga sér stað á jörðinni í dag með sveifl­um í sól­virkni þrátt fyr­ir að ljóst sé að meg­in­or­sök þeirra sé los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um með brennslu jarðefna­eldsneyt­is.

Al­var­leg villa í kvörðun sól­bletta­tölu

Fjöldi sól­bletta hef­ur verið notaður sem mæli­kv­arði á virkni sól­ar­inn­ar en hins veg­ar hef­ur verið mis­ræmi milli tveggja aðferða sem notaðar hafa verið til að ákv­arða hann. Aðferðirn­ar tvær, Wolf-sól­bletta­tal­an og sól­bletta­hóptal­an, gáfu til kynna tals­vert ólíka sól­virkni fyr­ir árið 1885 og einnig í kring­um árið 1945.

Ný og leiðrétt sól­bletta­tala sem kynnt var á 29. aðalþingi Alþjóðasam­bands stjarn­fræðinga í Honolulu á Havaí á dög­un­um koll­varp­ar fyrri hug­mynd­um um að meðal­sól­virkni hafi færst í auk­ana á und­an­förn­um öld­um. Því er erfitt að út­skýra lofts­lags­breyt­ing­ar í fortíð og nútíð með nátt­úru­leg­um sveifl­um í sól­virkni.

Það sem leit út fyr­ir að vera aukn­ing á virkni sól­ar milli 18. ald­ar og síðari hluta 20. ald­ar reynd­ist al­var­leg villa í kvörðun sól­bletta­hópa­töl­unn­ar. Nú, þegar búið er að leiðrétta vill­una, kem­ur í ljós að sól­virkni náði engu sér­stöku há­marki und­ir lok 20. ald­ar. Þvert á móti hef­ur meðal­virkni sól­ar hald­ist til­tölu­lega stöðug frá 18. öld.

Frétt­in á Stjörnu­fræðivefn­um

Grein um sól­bletti á Stjörnu­fræðivefn­um

Frek­ari upp­lýs­ing­ar á vef Sun­spot Index and Long-term Sol­ar Observati­ons

mbl.is