Tekinn af lífi fyrir morð

Daniel Lee Lopez
Daniel Lee Lopez http://deathpenaltynews.blogspot.com/

Daniel Lee Lopez var tekinn af lífi í Texas í nótt. Þetta er tíunda aftakan í Texas það sem af er ári. Lopez var dæmdur fyrir morð á lögreglumanni fyrir sex árum síðan.

Samkvæmt frétt AP var Lopez tekinn af lífi með banvænni sprautu eftir að hæstiréttur hafnaði áfrýjun lögmanna hans. Lopez hafði óskað sjálfur eftir því að vera tekinn af lífi en lögmenn hans töldu að geðræn vandamál hans gerðu hann ófæran um að taka slíkar ákvarðanir. Hæstiréttur dæmdi að Lopez væri fullfær um að og var hann tekinn af lífi nokkrum klukkustundum eftir að niðurstaðan lá fyrir.

Lopez, sem var 27 ára gamall, keyrði á ofsahraða yfir Stuart Alexander í mars 2009. Alexander stóð við vegtálma á þjóðveginum þar sem reynt var að stöðva för Alexanders sem var á flótta undan réttvísinni.

Lopez var úrskurðaður látinn fimmtán mínútum eftir að byrjað var að dæla lyfi í báða handleggi hans. Síðustu orð hans voru afsökunarbeiðni til fjölskyldu lögreglumannsins: „Ég er reiðubúinn. Vonandi komumst við öll til himnaríkis.“

<a href="/mm/siddi/news/%20http:/deathpenaltynews.blogspot.com/#ixzz3ih93nsov" target="_blank">Sjá nánar</a>
mbl.is