Tekjur gætu lækkað um milljarða

mbl.is/Þórður

Erfitt er að meta fjár­hags­leg áhrif inn­flutn­ings­banns Rúss­lands á ís­lensk­ar mat­vör­ur á HB Granda en gróf­lega áætlað munu tekj­ur fé­lags­ins lækka um tíu til fimmtán millj­ón­ir evra á árs­grund­velli. Það jafn­gild­ir um 1,5 til 2,2 millj­örðum ís­lenskra króna.

Fé­lagið á nú um sex millj­ón­ir evra í úti­stand­andi kröf­um í land­inu. Árið 2014 námu tekj­ur fé­lags­ins 215 millj­ón­um evra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fé­lags­ins til Kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir að mik­il­vægi Rúss­lands­markaðar í rekstri HB Granda hafi auk­ist veru­lega á und­an­förn­um árum.

Árið 2014  stöfuðu til að mynda um 17% tekna fé­lags­ins frá viðskipt­um við rúss­neska aðila. Staðgeng­is­markaðir fyr­ir helstu afurðir sem seld­ar eru til Rúss­lands eru ekki til staðar.

„Það blas­ir því við að muni inn­flutn­ings­bann Rúss­lands ná til inn­fluttra sjáv­ar­af­urða frá Íslandi mun tölu­verður hluti þess afla fé­lags­ins sem unn­inn er í fryst­ar afurðir á Rúss­lands­markað verða unn­in í mjöl og lýsi. Við það mun vinna við afl­ann minnka og störf­um við vinnsl­una fækka svo um mun­ar auk þess sem verðmæti afl­ans mun lækka tölu­vert,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is