Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða

Ákvörðun um að samþykkja þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússlandi …
Ákvörðun um að samþykkja þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússlandi var rædd í ríkisstjórn, en Sigmundur segir að framlenging aðgerðanna hafi ekki verið rædd. Mynd/Golli

Það er tölu­vert mis­ræmi í þeim áhrif­um sem Ísland verður fyr­ir af refsiaðgerðum Rússa og því sem Rúss­ar verða fyr­ir vegna stuðnings Íslands við aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna gegn Rússlandi. Þá eru áhrif­in fyr­ir Ísland meiri en hjá flest­um eða öll­um öðrum lönd­um vegna þess hversu mat­væla­fram­leiðsla er hlut­falls­lega stór hluti af út­flutn­ingi lands­ins. Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is í dag.

Þátt­taka Íslands hef­ur lík­lega minnstu áhrif­in á Rúss­land

Sig­mund­ur ræddi fyrr í dag við Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands og seg­ist hann hafa rætt þetta mis­ræmi í áhrif­um aðgerða við hann. „Þetta er tölu­vert áfall því þetta skipt­ir okk­ur svo miklu máli efna­hags­lega og raun­ar að því er virðist lang mestu máli af þeim lönd­um, flest­um eða öll­um sem hér eru und­ir,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Í sam­tali þeirra seg­ir Sig­mund­ur að Med­vedev hafi lagt megin­á­herslu á að Rúss­ar hafi ekki verið fyrri til að inn­leiða þving­un­araðgerðir. „Ég benti aft­ur á móti á að þátt­taka Íslands í þving­un­araðgerðum ESB og Banda­ríkj­anna hefði lík­lega minnstu efna­hags­legu áhrif­in af öll­um lönd­un­um sem er um að ræða. Reynd­ar lík­lega eng­in efna­hags­leg áhrif þar sem við erum ekki í vopnaviðskipt­um eða öðru sem fell­ur und­ir þetta bann,“ seg­ir hann.

Eðli­legt að Rúss­ar bregðist við

Sig­mund­ur seg­ir að þótt menn hafi getað haft raun­hæf­ar vænt­ing­ar til þess að Ísland yrði ekki sett á bann­lista Rúss­lands, þá hafi verið eðli­legt að Rúss­ar hafi brugðist við. Bannið komi þó illa við Íslend­inga og mis­ræmið þar halli mikið á Ísland. Bend­ir Sig­mund­ur á að þjóðir eins og Þjóðverj­ar geti áfram flutt inn vél­ar, verk­færi og bíla til Rúss­lands og þannig hafi refsiaðgerðir Rússa lít­il áhrif á marg­ar aðrar þjóðir í Evr­ópu­sam­band­inu. „Stór hluti út­flutn­ings­vöru Íslands eru mat­væli og Rúss­land er hlut­falls­lega stór markaður,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Ákvörðunin rædd í rík­is­stjórn en ekki end­ur­nýj­un­in

Evr­ópu­sam­bandið og Banda­rík­in samþykktu þess­ar þving­un­araðgerðir gegn Rússlandi í fyrra og í kjöl­farið var farið að ræða um hvort Ísland og sex önn­ur ríki myndu styðja þær. Í októ­ber var það form­lega kynnt og seg­ir Sig­mund­ur að ákvörðunin hafi verið rædd meðal rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann seg­ir að stjórn­völd hafi byggt þátt­töku sína á EES samn­ingn­um og að það hafi verið sam­bæri­legt við tugi reglu­gerða sem hafi verið samþykkt­ar til að inn­leiða viðskiptaþving­an­ir á grund­velli samn­ings­ins á síðustu 20 árum.

Í ár til­kynnti Evr­ópu­sam­bandið svo um end­ur­nýj­un þving­an­anna. Sig­mund­ur seg­ir að það hafi ekki verið sér­stak­lega rætt í rík­is­stjórn­inni, en að það eigi við um flest­ar slík­ar end­ur­nýj­an­ir sem ger­ist jafn­an sjálf­krafa. Seg­ir hann mun­inn í þessu máli vera þau miklu viðskipti sem séu á milli Rúss­lands og Íslands.  

Trygg­ing­ar fyr­ir út­flutn­ings­fyr­ir­tæki lík­leg­asti stuðning­ur­inn

Í máli Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, í gær kom fram að yf­ir­völd myndu jafn­vel skoða að koma til móts við út­flutn­ings­fyr­ir­tæki væri óskað eft­ir því. Sig­mund­ur tek­ur und­ir þetta með Gunn­ari. „Meðan unnið er að þessu vilja stjórn­völd gera hvað þau geta til að aðstoða þá sem verða fyr­ir áhrif­um af þess­ari ákvörðun.“

Aðspurður í hverju slík­ur stuðning­ur sé fólg­inn seg­ir Sig­mund­ur að lík­leg­ast væri það í formi trygg­inga af hálfu rík­is­ins. Seg­ir hann það lík­legra en um bein­an fjár­stuðning, eins og var gert í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Seg­ir hann að aðstaða Íslands til að veita beina styrki sé erfið vegna um­fangs máls­ins og hlut­falls­legr­ar stærðar þess í ís­lensku efna­hags­lífi, sam­an­borið við áhrif­in í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ekki rætt sér­stak­lega um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um

En hafa verið skoðaðar ein­hverj­ar fleiri leiðir í þess­um efn­um, svo sem breyt­ing­ar á veiðigjöld­um? „Við höf­um ekki verið að ræða það sér­stak­lega, en hins veg­ar má það vera ljóst að það koma lít­il veiðigjöld fyr­ir fisk ef mann sjá ekki hag af því að veiða hann og ef verðið lækk­ar mikið verður erfiðara að greiða veiðigjöld­in,“ seg­ir Sig­mund­ur og bæt­ir við að aðgerðir Rússa geti haft áhrif á líf al­menn­ings, ekki bara sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, sér­stak­lega í ákveðnum byggðarlög­um.

Sig­mund­ur bend­ir einnig til þeirra tolla sem eru á ýms­ar ís­lensk­ar fiskaf­urðir til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, svo sem mak­ríls sem hef­ur verið stór þátt­ur í út­flutn­ingi Íslands til Rúss­lands. Seg­ir hann háa tolla sam­bands­ins skjóta skökku við og að ut­an­rík­is­ráðherra hafi átt viðræður við ráðamenn þess í dag og muni gera grein fyr­ir stöðunni á næst­unni.

Raun­hæf­ar vænt­ing­ar um að vera utan list­ans

For­ystu­menn í sjáv­ar­út­veg­in­um hafa und­an­farna daga verið harðorðir vegna viðskipta­banns­ins og meðal ann­ars sagt að stjórn­völd hefðu átt að sjá bann sem þetta fyr­ir og bregðast við og hafa meira sam­ráð við sjáv­ar­út­veg­inn áður en ákvörðun um áfram­hald þving­an­anna var tek­in.

Sig­mund­ur seg­ir að und­an­farið ár hafi viðskipti út­flutn­ings­fyr­ir­tækja auk­ist mikið við Rúss­land og það hafi nýst grein­inni vel að hafa ekki lent á bann­lista Rússa fyrr. „Hins veg­ar gátu menn, jafn stjórn­völd sem og þessi fyr­ir­tæki, haft raun­hæf­ar vænt­ing­ar um að við yrðum áfram utan list­ans,“ seg­ir hann og vitn­ar til mis­ræm­is­ins í viðskipta­hags­mun­um Íslands og annarra landa á list­an­um, eins og greint var frá fyrr í frétt­inni. Sagði hann jafn­framt að rétt sé að fyr­ir­tæki séu upp­lýst um stöðu mála í svona mál­um og í fram­hald­inu verði auk­in sam­skipti við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in.

Útflutningur á makríl til Rússlands skiptir tugum milljarða á ári …
Útflutn­ing­ur á mak­ríl til Rúss­lands skipt­ir tug­um millj­arða á ári og því get­ur bannið haft mik­il áhrif fyr­ir út­flutn­ings­fyr­ir­tæki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir eðlilegt að Rússar hafi brugðist við. …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son seg­ir eðli­legt að Rúss­ar hafi brugðist við. Mikið mis­ræmi sé þó í áhrif­um á Ísland miðað við þau sem Rúss­land verði fyr­ir. Mynd/​Golli
mbl.is