„Um mikla hagsmuni að ræða“

Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun vegna deilunnar við Rússa.
Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun vegna deilunnar við Rússa. mbl.is/Eggert

Enn rík­ir mik­il óvissa vegna ákvörðunar rúss­neskra stjórn­valda um að setja inn­flutn­ings­bann á ís­lenska mat­vöru. Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is fundaði um stöðuna í morg­un. Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is seg­ir að staðan sé al­var­leg, snú­in og um mikla hags­muni fyr­ir Ísland sé að ræða.

„Við vor­um að fá upp­lýs­ing­ar frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um vend­ing­ar síðustu daga; bæði hvað varðar inni­hald og áhrif þess­ara nýju ákv­arðana Rússa og eins um þau sam­skipti sem hafa átt sér stað milli okk­ar stjórn­kerf­is og Rússa að und­an­förnu um þessi mál,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is. 

„Menn gera sér auðvitað grein fyr­ir því að þarna er um mikla hags­muni fyr­ir okk­ur að ræða og mik­il­vægt að skoða alla mögu­leika í því sam­hengi,“ seg­ir hann jafn­framt. 

Al­var­leg staða

Aðspurður seg­ir Birg­ir að enn ríki mik­il óvissa varðandi ákvörðun Rússa og hvað hún þýði í raun og veru. Menn reyni nú að meta þá stöðu sem sé uppi í kjöl­far ákvörðunar Rússa sem var kynnt í gær. 

„Þetta er auðvitað al­var­leg staða og menn eru að reyna að meta það hvernig hægt er bregðast við með skyn­sam­leg­um hætti,“ seg­ir Birg­ir enn­frem­ur. 

Ut­an­rík­is­mála­nefnd fundaði með full­trú­um at­vinnu­lífs­ins, m.a. að úr sjáv­ar­út­vegi, sl. mánu­dag vegna ástands­ins og aðspurður ger­ir Birg­ir ráð fyr­ir því að fundað verði á ný með þeim, þ.e. nú þegar ákvörðun um inn­flutn­ings­bann hef­ur verið tek­in.

„Menn átta sig á því að þarna er um að ræða mjög snúna stöðu og við mun­um að sjálf­sögðu halda um­fjöll­un um málið áfram á þeim grund­velli,“ seg­ir Birg­ir. 

Ólíku sam­an að jafna

Spurður hvort at­b­urður­inn hafi sett svart­an blett á ríkja­sam­skipti Íslands og Rúss­lands seg­ir Birg­ir: „At­b­urðir af þessu tagi eru al­var­leg­ir. Auðvitað veit­um við því líka at­hygli að gagnaðgerðir Rússa hafa hlut­falls­lega mjög mik­il áhrif hér miðað við það sem ger­ist víða ann­arsstaðar, og eru í raun og veru miklu um­fangs­meiri held­ur en þær til­tölu­lega tak­mörkuðu aðgerðir sem Ísland hef­ur lýst stuðningi við,“ seg­ir Birg­ir og vís­ar til þving­ana sem Evr­ópu­sam­bandið, Banda­rík­in og önn­ur vest­ræn ríki, með stuðningi Íslands, hafi beitt. Þær séu á til­tölu­lega af­markaðar og snerti viðskipti með hernaðartengd­ar vör­ur, vör­ur til olíu­vinnslu og til­tekn­ar fjár­magns­hreyf­ing­ar og vega­bréfs­árit­an­ir til til­tek­inna ein­stak­linga.

„Eins og þetta kem­ur út þá hitt­ir þetta okk­ur illa fyr­ir vegna mik­il­væg­is Rúss­lands sem markaðar fyr­ir okk­ar sjáv­ar­af­urðir,“ seg­ir hann. 

Aðspurður seg­ist Birg­ir styðja þær ákv­arðanir sem ís­lensk stjórn­völd hafi tekið um þving­un­araðferðir gagn­vart Rúss­um. Hann bæt­ir við að gagnaðgerðir Rússa nú breyti ekki þeirri af­stöðu. „Það hafa ekki komið fram til­lög­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd um að víkja frá þeim stuðningi,“ seg­ir Birg­ir að lok­um.

mbl.is