„Viðsjárverðir tímar víðsvegar“

Ráðherra ræddi við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Ráðherra ræddi við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/Eva Björk

„Það eru auðvitað viðsjár­verðir tím­ar víðsveg­ar í heim­in­um. Og efna­hags­ástand dap­urt. Og það hef­ur reynst erfitt til að mynda að selja mak­ríl, ekki bara til Rúss­lands og Aust­ur-Evr­ópu held­ur einnig til Afr­íku vegna gjald­eyr­is­skorts í þeim lönd­um. Þannig að við þurf­um auðvitað að horfa til þess að tím­arn­ir eru viðsjár­verðir í heim­in­um nú eins og oft áður.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag, spurður að því hvort það væri raun­hæft fyr­ir ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að treysta á Rúss­lands­markað yfir höfuð í ríkj­andi póli­tísku ástandi.

Eins og kunn­ugt er hafa stjórn­völd í Rússlandi bætt Íslandi á lista yfir ríki þaðan sem inn­flutn­ing­ur er bannaður. Sig­urður Ingi sagði stöðuna vissu­lega erfiða en fyr­ir lægi að fara vel yfir málið og eiga sam­ráð við Rússa ann­ars veg­ar og hags­munaaðila heima fyr­ir hins veg­ar.

Spurður um þá gagn­rýni að stjórn­völd hefðu ekki haft sam­ráð við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in þegar ákvörðun var tek­in um þátt­töku í aðgerðum banda­manna seg­ir ráðherr­ann að fundað hafi verið með þeim í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Þá benti hann á að ein­stak­ir hags­munaðilar á ein­staka sviðum móti ekki ut­an­rík­is­stefnu heill­ar þjóðar.

En kem­ur til greina að breyta um stefnu?

„Nú erum við fyrst og fremst að taka sam­talið við Rússa um í hverju þetta felst ná­kvæm­lega. Og það hef­ur komið fram, m.a. í sam­skipt­um mín­um við sendi­herr­ann í gær, að um tíma­bundn­ar aðgerðir er að ræða og við þurf­um auðvitað að horfa til lengri tíma. Og hins veg­ar þurf­um við að skoða það hér heima fyr­ir með hvaða hætti þetta hef­ur áhrif á ein­staka byggðir, ein­stök fyr­ir­tæki og á þjóðarbúið í heild sinni, því það er margt sem bend­ir til að þetta geti haft veru­leg áhrif á það.“

Ráðamenn hafa lagt áherslu á sam­stöðu Íslands með banda­mönn­um í refsiaðgerðum gegn Rússlandi en spurður að því hvort það komi til greina að semja um það við banda­menn að komið verði til móts við Íslend­inga, t.d. með lækk­un tolla, seg­ir Sig­urður ekki óeðli­legt að Íslend­ing­ar sitji við sama borð og aðrir.

Hann ját­ar því að hafa áhyggj­ur af stöðunni og seg­ir að sam­skipti við út­gerðina verði með „skýr­ari hætti“ þegar vinna hefj­ist við að meta það tjón sem er að verða.

mbl.is