Á fundi í utanríkisráðuneytinu nýverið með forystumönnum í útgerðinni og fulltrúum Íslandsstofu var rætt um að ef kæmi til viðskiptabanns gæti það staðið í langan tíma.
Fulltrúi utanríkisráðuneytisins nefndi fimm til tíu ár í því sambandi, samkvæmt heimildum blaðsins.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær samtal við utanríkismálastjóra ESB. Ákveðið var að viðræður munu hefjast á næstunni við ESB um tollaívilnanir af hálfu sambandsins í þeim vöruflokkum sem verða verst úti í kjölfar innflutningsbanns Rússa.