Hlutabréf í HB Granda hækkuðu aftur

mbl.is/Þórður

Eft­ir 2,64% lækk­un á bréf­um HB Granda í fyrra­dag sótti verðlagn­ing á bréf­um í út­gerðarfé­lag­inu í fyrra horf í Kaup­höll­inni í gær. Þannig hækkuðu bréf þess um 3,1% í tæp­lega 400 millj­óna króna viðskipt­um. Lækk­un­in í fyrra­dag hafði hins veg­ar orðið í rúm­lega 600 millj­óna viðskipt­um.

Ekk­ert fé­lag hækkaði jafn mikið í Kaup­höll­inni í gær og HB Grandi.

Í til­kynn­ingu frá HB Granda á fimmtu­dag sagði að ef inn­flutn­ings­bann Rúss­lands næði til inn­fluttra sjáv­ar­af­urða frá Íslandi myndi tölu­verður hluti þess afla fé­lags­ins, sem unn­inn er í fryst­ar afurðir á Rúss­lands­markaði, verða unn­inn í mjöl og lýsi. Við það myndi vinna við afl­ann minnka og störf­um við vinnsl­una fækka, auk þess sem verðmæti afl­ans myndi lækka tölu­vert.

mbl.is