Hefur ekki veruleg áhrif á Rússa

Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.
Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. AFP

Al­ex­and­er Tkac­hyov, land­búnaðarráðherra Rúss­lands, seg­ir að ákvörðun rúss­neskra stjórn­valda um að bæta Íslandi, Alban­íu, Svart­fjalla­landi og Liechtein­stein á lista yfir þær þjóðir sem falla und­ir viðskipta­bann þeirra muni ekki hafa veru­leg áhrif á rúss­nesk­an mat­væla­markað.

Hann sagði í sam­tali við fréttamiðil­inn Rossiiskaya Gazeta að land­búnaðarráðuneytið hefði lagt mat á áhrif banns­ins á markaðinn. 

Í ljós hefði komið að aðeins fimm pró­sent af mat­vælainn­flutn­ingi Rússa kæmi frá þess­um fjór­um ríkj­um.

Hann sagði jafn­framt að hlut­deild Íslands í fiskinn­flutn­ingi Rússa hefði ekki verið yfir 15% á þessu ári.

„Það er ekki hægt að segja að þetta sé lítið magn, en það er held­ur ekki hægt að segja að það sé þýðing­ar­mikið.

Hann benti jafn­framt á að síld­in og mak­ríll­inn sem Rúss­ar veiddu í Kyrra­haf­inu og eins síld­in úr Ok­hotsk-sjón­um og Ber­ings­haf­inu væru al­veg jafn góðar vör­ur og fisk­ur­inn úr Atlants­haf­inu.

Hvað varðaði lax­inn úr Atlants­haf­inu, þá gætu Rúss­ar orðið sér úti um hann í Síle.

Ljóst er að bannið fel­ur í sér að ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um verður ekki leng­ur unnt að markaðssetja sjáv­ar­af­urðir í Rússlandi auk þess sem bannið tek­ur til land­búnaðar­vara að frá­töldu lamba­kjöti, ær­kjöti, hrossa­kjöti og niðursoðnu fisk­meti í dós­um. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins ligg­ur fyr­ir að ís­lensk­ar vör­ur verði ekki tollaf­greidd­ar og hætta sé á að vör­um verði fargað á landa­mær­un­um.

mbl.is