Útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir það ekki hafa verið rætt að hætta stuðningi Íslands við viðskiptaþving­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rúss­um. „Það hef­ur eng­inn lagt slíkt fram. Ég hef ekki hugsað það þannig,“ sagði hann í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi í morg­un.

Bú­ast hefði mátt við því að Ísland myndi bæt­ast við á lista Rúss­lands yfir þær þjóðir sem inn­flutn­ings­bann á mat­væl­um gild­ir gagn­vart.

Hann vitnaði í grein eft­ir Pawel Bartoszek í Frétta­blaðinu í gær og las loka­orðin upp orðrétt:

„Um­hverf­is Ísland er 200 mílna land­helgi. Okk­ar fáu varðskip geta vit­an­lega ekki varið þessa eign okk­ar að ráði, nema hugs­an­lega fyr­ir ein­staka veiðiþjófi á furðuf­ána. Við eig­um allt okk­ar und­ir því að bor­in sé virðing fyr­ir alþjóðalög­um og land­helgi ríkja sé virt. Í ýtr­ustu neyð þurf­um við síðan að reiða okk­ur á það að aðrar þjóðir verði til­bún­ar til að leggja líf eig­in borg­ara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okk­ar fisk í friði. Við get­um ekki ætl­ast til að þær geri það um­hugs­un­ar­laust ef við sjálf erum ekki til í að færa nein­ar fórn­ir.“

Gunn­ar Bragi sagði þetta kjarna máls­ins.

Hann gagn­rýndi hvernig sum­ir út­gerðar­menn hefðu talað um ákvörðun Íslands um að styðja viðskiptaþving­an­ir gagn­vart Rúss­um. Ef menn tækju eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni, þá væri rétt að velta því fyr­ir sér hvort þeir væru bestu menn­irn­ir til að fara með auðlind­ina.

Útflytj­end­ur væru fyrst og fremst að hugsa um næsta árs­reikn­ing. Hann bað þá um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í þessu máli.

Gunn­ar Bragi vék einnig orðum sín­um að Gunnþóri Ingvars­syni, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem hef­ur gagn­rýnt ís­lensk stjórn­völd harðlega og bent á að þau eigi að gæta hlut­leys­is í mál­inu og ein­beita sér að því að gæta hags­muna ís­lenskra fyr­ir­tækja.

Ut­an­rík­is­ráðherra sakaði hann um óheiðarleg­an mál­flutn­ing og hvatti Síld­ar­vinnsl­una til þess að taka sér eng­an arð á aðal­fundi sín­um í næstu viku til að tak­ast á við þá al­var­legu stöðu sem er kom­in upp.

Viðræður munu hefjast í næstu viku við Evr­ópu­sam­bandið um tollaí­viln­an­ir af hálfu sam­bands­ins í þeim vöru­flokk­um sem verða verst úti í kjöl­far inn­flutn­ings­banns Rússa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina