Funda um refsiaðgerðir Rússa

Fyrsti sam­ráðsfund­ur stjórn­valda og hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi vegna viðskiptaþving­ana Rússa hófst klukk­an tvö í stjórn­ar­ráðshús­inu en eins og mbl.is hef­ur fjallað um er gert ráð fyr­ir því að fundað verði stíft næstu dag­ana á þeim vett­vangi.

Fund­inn sitja full­trú­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, þeir Jens Garðar Helga­son, formaður SFS, Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, og Hauk­ur Þór Hauks­son, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri þeirra, auk full­trúa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins.

mbl.is