Funda um refsiaðgerðir Rússa

Fyrsti samráðsfundur stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna viðskiptaþvingana Rússa hófst klukkan tvö í stjórnarráðshúsinu en eins og mbl.is hefur fjallað um er gert ráð fyrir því að fundað verði stíft næstu dagana á þeim vettvangi.

Fundinn sitja fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þeir Jens Garðar Helgason, formaður SFS, Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri samtakanna, og Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri þeirra, auk fulltrúa forsætisráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

mbl.is