Hagsmunir fara ekki alltaf saman

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

„Fyrstu frétt­ir voru á þá leið að al­ger samstaða væri í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is og rík­is­stjórn­inni um þátt­tök­una í viðskiptaþving­un­um gegn Rúss­um en eft­ir að fjöl­miðlar fóru að fjalla um málið hafa efa­semd­ir komið fram hjá ýms­um þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og þar á meðal hjá for­manni flokks­ins.“

Þetta seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is um ákvörðun rúss­neskra stjórn­valda að setja Ísland á lista yfir ríki sem sæta viðskiptaþving­un­um af hálfu Rúss­lands og viðbrögð ís­lenskra ráðamanna við þeim tíðind­um. Stef­an­ía seg­ir að svo virðist sem stjórn­völd hér á landi hafi eng­an veg­inn verið und­ir það búin að Rúss­ar tækju ákvörðun um að beita Ísland viðskiptaþving­un­um vegna stuðnings lands­ins við viðskiptaþving­an­ir vest­rænna ríkja und­ir for­ystu Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Rússlandi. „Stjórn­völd virðast ekki hafa verið búin að und­ir­búa viðbrögðin við þeirri stöðu sem nú er kom­in upp. Hvað annað ætti að gera ef út­flutn­ing­ur til Rúss­lands stöðvaðist,“ seg­ir hún.

Ekki sér­hags­mun­ir út­gerðar­inn­ar

Stjórn­völd hafa óskað eft­ir viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um lækk­an­ir á toll­um á sjáv­ar­af­urðum til ríkja sam­bands­ins til þess að vega upp á móti því tjóni sem Ísland verður fyr­ir vegna viðskiptaþving­ana Rússa. Meðal ann­ars mak­ríl. Stef­an­ía bend­ir á að alls óljóst sé hvernig Evr­ópu­sam­bandið taki í slíkt. Ekki síst í ljósi þess að Íslend­ing­ar hafi átt í deil­um við sam­bandið um mak­ríl­veiðar. Þá sé Ísland ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu.

„Þarna eru auðvitað mikl­ir hags­mun­ir í húfi og núna vakna menn upp við vond­an draum. Það er ekki hægt að segja að þarna séu aðeins ein­hverj­ir sér­hags­mun­ir út­gerðar­inn­ar á ferðinni. Ef út­flutn­ings­tekj­ur upp á rúm­lega 30 millj­arða króna tap­ast kem­ur minni gjald­eyr­ir inn í landið sem set­ur ákveðinn þrýst­ing á krón­una og sem varðar hags­muni alls þjóðarbús­ins. Skatt­tekj­ur tap­ast og störf geta tap­ast. Nema það tak­ist að opna aðra markaði,“ seg­ir hún.

Sam­skipti ríkja snú­ast um hags­muni

Stef­an­ía rifjar upp lönd­un­ar­bann Breta á ís­lensk­ar út­gerðir í Þorska­stríðunum. Þá hafi verið brugðist við með því að hefja út­flutn­ing til Sov­ét­ríkj­anna og auka út­flutn­ing til annarra ríkja. Þannig séu ýmis dæmi í sögu Íslands þar sem Íslend­ing­ar hafi þurft að fara eig­in leiðir í ut­an­rík­is­mál­um til þess að verja hags­muni þjóðar­inn­ar þó oft­ar en ekki hafi verið far­in sú leið að eiga sam­flot með öðrum vest­ræn­um ríkj­um í þeim efn­um.

„Við erum aðilar að NATO og Evr­ópska efna­hags­svæðinu og þó hags­mun­ir fari yf­ir­leitt sam­an er það auðvitað ekki alltaf raun­in,“ seg­ir hún. Íslend­ing­ar hafi í gegn­um tíðina verið frek­ar harðir við að verja sína hags­muni enda sé það í raun skylda hvers rík­is. Sam­skipti ríkja snú­ist að miklu leyti um hags­muni þeirra. Fyr­ir vikið sé alls óvíst hvort Evr­ópu­sam­bandið sé reiðubúið að veita Íslend­ing­um til­slak­an­ir í tolla­mál­um. Það eigi eft­ir að koma í ljós.

„Hins veg­ar er spurn­ing hvort það breytti ein­hverju þó Ísland drægi til baka stuðning sinn við viðskiptaþving­an­irn­ar gegn Rúss­um. Það kann að vera liður í hernaðarvæðingu Rúss­lands og þjóðern­is­stefnu þarlendra stjórn­valda að styrkja í sessi rúss­neska mat­væla­fram­leiðslu með því að draga úr vægi er­lendra mat­væla,“ seg­ir Stef­an­ía að lok­um.

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina