Notuðu rangar tölur

Fulltrúar SFS mæta á samráðsfundinn í dag.
Fulltrúar SFS mæta á samráðsfundinn í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hags­munaaðilar í sjáv­ar­út­vegi funduðu í dag með stjórn­völd­um vegna viðskiptaþving­ana Rússa. Jens Garðar Helga­son, formaður SFS, seg­ir að fund­ur­inn hafi verið nýtt­ur til að stilla sam­an strengi, taka stöðuna og horfa til þess sem koma skal og að ann­ar sam­ráðsfund­ur verði strax á morg­un.

„Við reyn­um að vinna að þessu í góðu sam­starfi við stjórn­völd og von­umst til að það ná­ist góð niðurstaða í þetta mál,“ seg­ir Jens. Hann seg­ir yf­ir­völd hafa stuðst við rang­ar töl­ur í upp­hafi og því van­metið tjónið af gagnaðgerðum Rússa.

„Það sem menn höfðu til hliðsjón­ar voru þess­ar hag­stofu­töl­ur þar sem ekki var reiknað með öllu þessu magni sem fer til Rúss­lands í gegn­um önn­ur lönd. Sem dæmi fer 80 pró­sent af því sem fer til Lit­há­en áfram til Rúss­lands. Um 40 pró­sent af því fisk­meti sem á fyrstu höfn í Rotter­dam er að fara til Rúss­lands. Þegar þær töl­ur sem við í grein­inni höf­um þekk­ingu á þá breyt­ist þetta aðeins.“

Jens seg­ir að op­in­ber­ar töl­ur fyr­ir fiskút­flutn­ing til Rúss­lands árið 2014 hafi verið um 22 millj­arða en að raun­töl­ur hafi numið um 31 millj­arði. Seg­ir hann að í ár hafi verið gert ráð fyr­ir að þessi tala hækkaði til muna eða upp í 37 millj­arða.

„En það þýðir lítið að velta þessu fyr­ir sér núna. Við þurf­um bara að hugsa um það hvernig við bregðumst við þessu ástandi sem er í dag.“

Jens seg­ir eng­ar far­sæl­ar lausn­ir í sjón­máli og að nú sitji jafnt sveit­ar­fé­lög sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in sveitt við að reikna til að átta sig á tekjutapi, fyr­ir hið op­in­bera, iðnaðinn og starfs­fólk.

„Þetta er svo ný­skeð að menn eru all­ir ein­hvern veg­inn að reyna að átta sig og teikna upp stöðuna eins og hún er.“

Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helga­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina