Hafa ekki rætt við fulltrúa launafólks

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við erum klár­lega hags­munaaðilar í mál­inu,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, í sam­tali við mbl.is en ekki hef­ur verið haft sam­band við full­trúa sjó­manna og fisk­vinnslu­fólks í tengsl­um við sam­ráðsvett­vang stjórn­valda og hags­munaaðila sem komið hef­ur verið á fót vegna viðskiptaþving­ana Rússa gegn Íslandi.

Fyrsti fund­ur sam­ráðsvett­vangs­ins fór fram í gær þar sem full­trú­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi mættu til fund­ar. Full­trú­ar smá­báta­sjó­manna og fisk­eld­is­stöðva verða síða kallaðir til fund­ar í dag. Val­mund­ur seg­ir að stjórn­völd hafi ekki haft sam­band við Sjó­manna­sam­bandið en hon­um þætti eðli­legt að það væri gert enda hefðu sjó­menn, sem og fisk­vinnslu­fólk í landi, mik­illa hags­muna að gæta vegna viðskiptaþving­an­anna sem bein­ast munu einkum að sjáv­ar­af­urðum.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, tek­ur í sama streng. Þegar aðstæður sem varðað hafa hags­muni bæði at­vinnu­rek­enda og launa­fólks hafi komið upp hafi stjórn­völd iðulega veitt báðum aðilum tæki­færi til þess að koma að mál­um. „Þannig að tel ég eðli­legt að full­trú­ar bæði fisk­vinnslu­fólks og sjó­manna ættu beina aðkomu að mál­inu.“

mbl.is