Forsetinn ræðir við Rússa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, átti í dag fund með sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, Ant­on Vasiliev, um stöðuna í viðskipt­um land­anna og mik­il­vægi þess að tryggja áfram­hald­andi far­sæl viðskipti sem í ára­tugi hafi verið báðum þjóðunum til hags­bóta og jafn­vel skipt sköp­um á ör­laga­tím­um líkt og í land­helg­is­bar­áttu Íslend­inga.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

„Jafn­framt sé virt­ur rétt­ur ríkja til að taka af­stöðu til ein­stakra deilna og átaka á alþjóðavett­vangi með til­liti til alþjóðalaga, aðild­ar að banda­lög­um og viðhorfa grannþjóða. Á fund­in­um var og rætt um ýms­ar leiðir sem gætu skref fyr­ir skref leitt til lausn­ar í ljósi þess að í báðum lönd­un­um væri rík­ur vilji til að varðveita langvar­andi og gagn­kvæma viðskipta­hags­muni þrátt fyr­ir tíma­bund­inn ágrein­ing um önn­ur mál.“

Þá er rifjað upp að sögu­leg átök á tím­um kalda stríðsins, aðild Íslands að Atlants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur við Banda­rík­in hefðu ekki komið í veg fyr­ir að Íslend­ing­ar og Rúss­ar hefðu kapp­kostað að varðveita í ára­tugi hin traustu viðskipta­tengsl land­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina