Þvinganir hamla ekki kafbátasölu

Viðskiptaþvinganirnar hafa engin áhrif haft á sölu dvergkafbátanna til Rússlands. …
Viðskiptaþvinganirnar hafa engin áhrif haft á sölu dvergkafbátanna til Rússlands. Kafbátarnir hafa frá upphafi verið smíðaðir hérlendis. Ljósmynd/Teledyne Gavia

Viðskiptaþvinganir bandamanna gegn Rússum hafa engin áhrif haft á sölu dvergkafbáta fyrirtækisins Teledyne Gavia til rússneska sjóhersins, að sögn Arnars Steingrímssonar, sölustjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Enn er í smíðum einn af átta kafbátum sem herinn keypti af fyrirtækinu, en kafbátarnir eru metnir á þrjá milljarða króna.

„Við höfum ekki lent í teljandi vandræðum með samningana nú þegar, en þetta er þó alltaf að breytast og þróast og vonandi hefur þetta ekki áhrif á okkur,“ segir Arnar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: