Hótanir Gunnars honum til skammar

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, seg­ir fram­komu Gunn­ar Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, hafa verið til skamm­ar þegar hann hafi ræddi um viðskipta­bann Rúss­lands í þætt­in­um Á Sprengisandi. Seg­ir Elliði að Gunn­ar Bragi hafi verið með hót­an­ir gegn Gunnþóri Ingva­syni, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar og meðal ann­ars hótað því að ef hann héldi sig ekki til hlés í mál­inu yrði fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið end­ur­skoðað.

Í pistli á vefsíðu sinni fer Elliði yfir málið og gagn­rýn­ir Gunn­ar Braga fyr­ir um­mæli sín og seg­ir stjórn­mála­menn þurfi að geta rætt veiga­mikl­ar ákv­arðanir sem snerta íbúa lands­in­sog að eðli­legt sé að þeir svari fyr­ir gjörðir sín­ar. Þá hafi verið eðli­legt að Gunnþór gerði at­huga­semd­ir við fram­kvæmd yf­ir­valda, enda hafi ákv­arðanir Gunn­ars Braga áhrif á fyr­ir­tækið sem hann stjórni, íbúa byggðarlags­ins og sam­fé­lagið allt. „Í stað þess að rétt­læta sín­ar gjörðir gríp­ur hann til hót­ana og alls kon­ar brigsl­ana um hvernig standa eigi að arðgreiðslum hjá fyr­ir­tæk­inu. Svo­leiðis ger­ir fólk ekki ef það hef­ur góðan málstað að verja,“ seg­ir Elliði í sam­tali við mbl.is.

Elliði seg­ir að ef þessi fram­koma verði regl­an í fram­komu Gunn­ars Braga, þá þurfi hann að líta í eig­in barm og sé ekki starfi sínu vax­inn. Aft­ur á móti hafi þetta ekki verið regl­an hingað til.

Seg­ir hann íbúa í sjáv­ar­byggðum vera orðna þreytta á að í hvert skipti sem ein­hver stígi fram og gagn­rýni aðgerðir stjórn­valda að gripið sé til hót­ana. Bend­ir hann á að þótt all­ir hafi ekki sömu skoðanir, þá þurfi að vera hægt að ræða málið án hót­ana.

mbl.is