Bjarni hafði efasemdir frá upphafi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að það hafi ekki komið á óvart að Ísland var sett á bann­lista Rússa en tíma­setn­ing­ar á bann­inu komu á óvart. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í viðtali við Bjarna í Morg­un­blaðinu í dag. Bjarni hef­ur ekki lagt til að viðskiptaþving­an­irn­ar verði aft­ur­kallaðar og það  sé ekki til umræðu í rík­is­stjórn­inni að aft­ur­kalla aðgerðirn­ar.

-Kom það á óvart þegar Ísland var sett á bann­lista Rússa og hversu víðtæk­ar aðgerðirn­ar voru gagn­vart Íslend­ing­um?

„Ég get ekki sagt að það hafi komið okk­ur al­veg í opna skjöldu. Það var eft­ir því tekið fyr­ir ári að Íslend­ing­ar voru ekki á bann­lista Rússa og segja má að frá þeim tíma hafi mátt gera ráð fyr­ir hverju sem er. En þetta kem­ur þó að því leyti á óvart að það er eng­in stefnu­breyt­ing eða nýj­ar aðgerðir sem kalla á end­ur­skoðun list­ans núna,“ seg­ir Bjarni.

-En gerðu menn sér frá upp­hafi grein fyr­ir þeim hags­mun­um sem væru í húfi?

„Viðskipta­hags­mun­ir hafa verið nefnd­ir all­an tím­ann en eng­in sér­stök út­tekt svo sem legið fyr­ir.

Þegar málið kom fyrst til umræðu var tals­vert mik­il spenna og óvissa vegna ástands­ins í Úkraínu. Umræða um þessi mál litaðist því einna mest af þörf­inni fyr­ir sam­stöðu vest­rænna ríkja. Það var og er ein­hug­ur um það í rík­is­stjórn­inni að taka af­stöðu gegn ólög­leg­um aðgerðum Rússa í Úkraínu. Þessi afstaða hef­ur birst með skýr­um hætti; for­sæt­is­ráðherra tók þátt í leiðtoga­fundi NATO-ríkja þar sem hann hitti for­seta Úkraínu og mál­efni lands­ins voru í for­grunni, ut­an­rík­is­ráðherr­ann hafði farið á vett­vang í Úkraínu og við átt­um þar full­trúa á veg­um eft­ir­lits­sveit­ar ÖSE,“ seg­ir hann.

„Þegar síðan til tals kom að taka þátt í viðskiptaþving­un­um ESB fannst mér rétt að spyrja hvort þátt­taka í þeim væri nauðsyn­leg­ur hluti þess að taka skýra af­stöðu í mál­inu. Afstaða Íslands lá í mín­um huga fyr­ir með skýr­um hætti. Það á ekki að vera sjálfsagt að fylgja ESB að máli í einu og öllu í ut­an­rík­is­mál­um. Við erum ekki aðilar að sam­eig­in­legri ut­an­rík­is­stefnu ESB.

Ég bendi á að sum ESB-ríki höfðu áskilið sér rétt til að halda viðskipt­um, m.a. með her­gögn, áfram þrátt fyr­ir þving­un­araðgerðirn­ar. Frakk­ar virt­ust þannig fram­an af ætla að af­henda Rúss­um her­skip sem samið hafði verið um fyr­ir bannið. Þeir féllu síðar frá því eft­ir þrýst­ing frá Banda­ríkj­un­um og ESB en af þessu var ljóst að ein­stök ESB-ríki ætluðu að gæta sér­stak­lega að viðskipta­hags­mun­um sín­um.

Þegar skoðað er hvers eðlis viðskiptaþving­an­ir ESB eru og að þær hafa í raun enga beina teng­ingu við Ísland, og síðast en ekki síst í ljósi viðskipta­hags­muna, hafði ég frá upp­hafi ákveðnar efa­semd­ir sem ég kom á fram­færi í rík­is­stjórn. Við þetta má bæta því við að viðskipti á fjöl­mörg­um öðrum sviðum eru þrátt fyr­ir viðskiptaþving­an­irn­ar blóm­leg milli Rússa og ESB,“ seg­ir Bjarni enn frem­ur.

Ekki rætt reglu­lega í rík­is­stjórn­inni

„Það er gagn­legt að skoða sögu þessa máls og hvernig það hef­ur þró­ast frá ein­um tíma til ann­ars. Upp­hafsaðgerðirn­ar voru þær að frysta eig­ur nokk­urra ein­stak­linga og svo bætt­ist við þenn­an lista, sem er orðinn býsna lang­ur listi aðgerða sem hef­ur verið klæðskerasniðinn í ákveðnum til­gangi af Banda­ríkja­mönn­um og Evr­ópu­sam­band­inu. Það er erfitt að halda því fram að þegar fyrsta skrefið var tekið á sín­um tíma hafi menn getað sagt með vissu að það að frysta eig­ur nokk­urra Úkraínu­manna og Rússa og setja á þá ferðabann gæti haft ein­hverj­ar af­leiðing­ar á borð við þær sem við stönd­um núna frammi fyr­ir. Yfir þetta tíma­bil gerðist það hins veg­ar að list­inn lengd­ist og á ein­hverj­um tíma­punkti er það skref stigið að banna t.d. ákveðin fjár­mála­leg viðskipti. Síðan kem­ur að því að Rúss­ar bregðast við með inn­flutn­ings­banni. Frá þeim tíma hafa menn mátt gera ráð fyr­ir að Ísland gæti orðið fyr­ir gagnaðgerðum,“ seg­ir hann.

-Ákvarðanir um ein­stak­ar þving­un­araðgerðir gagn­vart Rúss­um eru inn­leidd­ar með breyt­ing­um á reglu­gerð í vet­ur, svo sem um bannið við sölu her­gagna. Var ykk­ur ráðherr­un­um haldið upp­lýst­um þegar list­inn var að lengj­ast?

,,Málið kom til sér­stakr­ar umræðu eft­ir inn­flutn­ings­bann Rússa en við höf­um ekki farið sam­eig­in­lega yfir hverja og eina reglu­gerð. Þetta hef­ur ekki verið rætt reglu­lega í rík­is­stjórn,“ svar­ar Bjarni.

-Þannig að það er að koma á dag­inn núna hvað Íslend­ing­ar eru að gang­ast und­ir?

,,Það má segja það, þegar horft er til baka og all­ar þess­ar ein­stöku aðgerðir eru skoðaðar, þá dregst upp mynd af því hvernig málið hef­ur þró­ast. Mér sýn­ist að segja megi um nán­ast all­an list­ann að hann hafi óskap­lega tak­markaða snertifleti við Ísland, ef ein­hverja. Ekki erum við mikið í því að selja her­gögn til dæm­is og ekki erum við að fjár­magna rúss­neska banka,“ seg­ir hann.

Ekki til umræðu í rík­is­stjórn­inni að aft­ur­kalla aðgerðirn­ar

-Ef ákveðið yrði að end­ur­skoða þátt­töku Íslands, er þá að þínu mati ekki verið að sveigja frá af­stöðu Íslend­inga gegn yf­ir­gangi Rússa í Úkraínu og á Krímskaga?

„Ég hef ekki lagt til að við aft­ur­köll­um viðskiptaþving­an­irn­ar og það er ekki til umræðu í rík­is­stjórn­inni að aft­ur­kalla aðgerðirn­ar. Hins veg­ar þurf­um við í ljósi þess sem upp er komið að halda til haga af­leiðing­un­um af inn­flutn­ings­banni Rússa fyr­ir ís­lenska hags­muni, koma því á fram­færi við banda­menn okk­ar hverj­ar af­leiðing­arn­ar eru og leita leiða til þess að tak­marka áhrif­in á efna­hags­lífið. Það er frum­skylda stjórn­valda hverju sinni.

Það er hins veg­ar ekki gott að segja hvað síðar verður um þetta viðskipta­bann. Því miður eru þetta mál sem við höf­um í raun og veru enga aðkomu að. Það má gera ráð fyr­ir því að málið geti tekið breyt­ing­um af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins. Allt er þetta hugsað til þess að koma á betra ástandi í mál­efn­um Úkraínu og við von­umst til að það kom­ist þíða í sam­skipt­in milli Rússa, Banda­ríkja­manna og Evr­ópu­sam­bands­ins, en málið þró­ist ekki í hina átt­ina. Það er til mik­ils að vinna að þíða kom­ist í sam­skipt­in og meiri ró og friður á þessu viðkvæma svæði heims­ins sem Úkraína er. En það verður allt að koma í ljós og núna er ekki tíma­punkt­ur til þess að segja til um hvað verður í framtíðinni hvað Ísland varðar. En það er grund­vall­ar­atriði að sú rödd heyr­ist skýrt að Íslend­ing­ar ætli sér að standa með lýðræðisþjóðum og vilji að alþjóðalög séu virt,“ seg­ir Bjarni.

Sam­an­tekt ekki komið á fram­færi

-Áttuðu stjórn­völd sig á því að Ísland yrði það land sem myndi taka á sig hlut­falls­lega stærsta skell­inn af viðskipta­banni Rússa?

„Satt best að segja kom það mér nokkuð á óvart að sjá að t.d. í vöru­út­flutn­ingi yrðum við hlut­falls­lega fyr­ir meiri áhrif­um en ná­grann­ar Rússa. En Evr­ópu­sam­bandið hef­ur tekið sam­an sér­stak­ar skýrsl­ur um þetta og út­hlutað tug­um millj­arða til þeirra svæða og greina sem hafa orðið verst úti. Það má ekki gleyma því að til hliðar við viðskiptaþving­an­irn­ar eru fjöl­breytt viðskipti í gangi. Viðskiptaþving­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins eru á mjög tak­mörkuðu sviði en Rúss­ar fara fram með breitt og al­mennt inn­flutn­ings­bann á mat­væli sem er þó hlut­falls­lega ótrú­lega lítið fyr­ir lang­flest Evr­ópu­sam­bands­lönd. Málið er m.a. erfitt fyr­ir okk­ur þar sem markaður fyr­ir loðnu­af­urðir sem hafa farið til Rúss­lands er ekki til staðar í dag,“ seg­ir hann.

-Var ekk­ert hags­muna­mat eða áhættumat unnið hér vegna þess­ara ákv­arðana?

„Það var að minnsta kosti ekki rætt í rík­is­stjórn­inni og slíkri sam­an­tekt var ekki komið á fram­færi, en eins og áður seg­ir hafa menn ávallt verið meðvitaðir um ára­tuga viðskipta­sam­band við Rússa,“ svar­ar Bjarni.

Spurður hvort menn hafi sofið á verðinum seg­ist hann ekki vilja fella þann dóm. ,,Menn voru ein­fald­lega í upp­hafi ein­huga um að sú rödd þyrfti að heyr­ast frá Íslandi að við stæðum með banda­lagsþjóðum okk­ur í af­stöðunni gagn­vart ástand­inu í Úkraínu. Mér sýn­ist að það sem varðar viðskiptaþving­an­irn­ar hafi flotið með í því sam­hengi.

Ég var hugsi yfir því hvort það væri sjálfsagt og eðli­legt að Ísland, sem ekki er aðili að Evr­ópu­sam­band­inu og þar af leiðandi ekki með í sam­eig­in­legri ut­an­rík­is­stefnu þess, tæki und­ir álykt­an­ir, ákv­arðanir og aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins vegna þess að við höf­um ekki á neinu stigi máls­ins átt neina aðkomu að þeim ákvörðunum. Í því sam­bandi er ég fyrst og fremst að hugsa um að við rek­um okk­ar eig­in sjálf­stæðu ut­an­rík­is­stefnu.“

Óvild­in skín í gegn

-Komið hafa upp ólík­ar radd­ir á und­an­förn­um dög­um um þessi mál og í pistla­skrif­um á net­inu hafa sum­ir haldið því fram að um sögu­leg sinna­skipti sé að ræða á ut­an­rík­is­stefnu þjóðar­inn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hverju svar­ar þú þessu?

,,Mér finnst þetta vera al­ger­lega inn­an­tóm orð. En maður les líka á milli lín­anna hjá sum­um að þar skín í gegn óvild­in í garð sjáv­ar­út­vegs­ins og þeirra fyr­ir­tækja sem stunda út­gerð á Íslandi. Maður verður hálf­dap­ur við að lesa slík skrif vegna þess að þau eru til vitn­is um að menn eru að tapa tengsl­um við ræt­urn­ar. Þegar stutt er í að það hlakki í sum­um yfir því að þjóðin gæti orðið af tug­millj­arða út­flutn­ings­tekj­um. Að ná höggi á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið er orðið sjálf­stætt mark­mið hjá þessu fólki. En fisk­veiðar og arðbært stjórn­kerfi er það sem hef­ur komið und­ir okk­ur fót­un­um, með þessu höf­um við byggt upp það sam­fé­lag sem við búum í. Það er ótrú­lega dap­ur­legt að lesa þetta.

Það hafa líka fallið allt of stór orð um að hér eigi sér stað ein­hverj­ar svipt­ing­ar eða grund­vall­ar­breyt­ing­ar á ut­an­rík­is­stefnu Íslands. Ekk­ert slíkt er á döf­inni.

Það verður ein­fald­lega að vera hægt að ræða mál eins og þetta af yf­ir­veg­un og á mál­efna­leg­um for­send­um. Í þeirri stöðu sem nú er kom­in upp er það fyrst og fremst skylda stjórn­valda að gæta að heild­ar­hags­mun­um okk­ar. Ísland er og verður aðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu og mun áfram eiga góð sam­skipti við Banda­rík­in og við Evr­ópu­sam­bandið. Tal um annað er fás­inna.“

Tíma­bundn­ar aðgerðir

Fram hafa komið mjög skipt­ar skoðanir inn­an stjórn­ar­liðsins og hafa sum­ir þing­menn, m.a. inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, viljað ganga svo langt að taka Ísland út af lista ríkj­anna sem styðja þving­un­araðgerðirn­ar gagn­vart Rúss­um.

„Það ligg­ur ekki fyr­ir nein til­laga um að aft­ur­kalla eitt eða neitt og það er ekki verið að vinna í neinu slíku,“ seg­ir Bjarni. Þetta séu hins veg­ar tíma­bundn­ar aðgerðir sem muni ein­hvern tíma renna út og þá standi menn frammi fyr­ir því hvort fram­lengja eigi þátt­töku Íslands.

,,Okk­ur er mikið í mun að ekki verði mis­skilið að við telj­um að Rúss­ar hafi brotið lög með fram­ferði sínu í Úkraínu og það hef­ur margoft komið fram með marg­vís­leg­um hætti af okk­ar hálfu,“ bæt­ir hann við.

Viðtalið í heild er hægt að lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina