Gagnrýnir úthlutun við flugvöll

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í Reykjavíkurborg og segir það glapræði að úthluta rúmlega 6.500 fermetra lóð við Hlíðarenda á meðan framtíð Reykjavíkurflugvallar, og neyðarbrautarinnar svonefndu, er enn óráðin.

Á fundi borgarráðs hinn 13. ágúst sl. var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur að úthluta lóðinni. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áslaug María Friðriksdóttir, sat hjá.

Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins bókuðu á fundinum að umrædd lóð væri í fluglínu flugbrautar 06/24 og því yrði tillagan ekki samþykkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: