Grænt ljós á vinnslu á Johan Sverdrup

Olíuborpallur Statoil í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil í Norðursjó. Ljósmynd/Wikipedia

Stjórn­völd í Nor­egi hafa gefið grænt ljós á olíu­vinnslu á Joh­an Sver­drup-svæðinu í Norður­sjó, en olíu- og orku­málaráðherr­an Tord Lien seg­ir verk­efnið afar þýðing­ar­mikið fyr­ir at­vinnu­líf og starf­semi á svæðinu.

Það er norski ol­í­uris­inn Statoil sem fer fyr­ir verk­efn­inu en mjög hef­ur dregið úr fjár­fest­ingu í ol­íuiðnaðinum í Nor­egi vegna lækk­andi olíu­verðs. Stærð ol­íuiðnaðar­ins í land­inu sam­svar­ar um 20% af þjóðarbú­skapn­um.

Vegna þró­un­ar­inn­ar á mörkuðum hef­ur störf­um í iðnaðinum fækkað um 20.000 í Nor­egi frá árs­byrj­un 2014, en at­vinnu­leysi í land­inu nem­ur nú 4,3%. Þetta er ekki hátt hlut­fall miðað við aðrar Evr­ópuþjóðir, en mesta at­vinnu­leysi sem Norðmenn hafa upp­lifað í ára­tug.

Gert er ráð fyr­ir að fram­leiðsla á Joh­an Sver­drup-svæðinu hefj­ist í árs­lok 2019. Áætlað er að fjár­fest­ing í fyrsta fasa verk­efn­is­ins muni nema 12,7 millj­örðum evra, en aðstand­end­ur þess von­ast til þess að reikn­ing­ur­inn muni lækka vegna minnk­andi kostnaðar í ol­íuiðnain­um.

Verk­taka­samn­ing­ar að verðmæti 40 millj­arða norskra króna hafa þegar verið und­ir­ritaðir í tengsl­um við verk­efnið, en stjórn­end­ur Statoil segja að nú verði gefið í og gengið frá fleiri samn­ing­um i haust.

Gert er ráð fyr­ir að 51.000 störf muni skap­ast í tengsl­um við vinnslu á Joh­an Sver­drup-svæðinu. Í fyrsta fasa er áætlað að fram­leiðsla muni nema 315.000 til 380.000 tunn­um á dag, en 550.000 til 650.000 tunn­um þegar vinnsla verður kom­in í full­an gang.

Fram­leiðslu­geta Nor­egs nem­ur um þess­ar mund­ir 1,5 millj­ón tunn­um á dag.

Statoil á 40,03% í verk­efn­inu, sænska sam­steyp­an Lund­in 22,60%, norska rík­is­fyr­ir­tækið Pet­oro 17,36%, einka­fyr­ir­tækið Norweg­i­an 11,57% og hið danska Maersk 8,44%.

mbl.is