Lönduðu makríl í Færeyjum

Margrét EA landaði makríl í Færeyjum sem eru undanþegin innflutningsbanni …
Margrét EA landaði makríl í Færeyjum sem eru undanþegin innflutningsbanni Rússa. mbl.is

Mar­grét EA, eitt af skip­um Sam­herja, landaði í vik­unni um þúsund tonn­um, að mestu mak­ríl, hjá Faroe Pelagic í Kollaf­irði í Fær­eyj­um.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að ákvörðun um lönd­un í Fær­eyj­um hafi m.a. verið tek­in með til­liti til þess að hrá­efn­is­staða fyr­ir­tækja á Aust­fjörðum hafi verið góð þegar Mar­grét fékk þenn­an afla í haf­inu milli Íslands og Fær­eyja.

Staðan sé sú að á sama tíma og markaðsbrest­ur steðji að ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi geti grann­ar okk­ar í austri og vestri óhindrað selt mak­ríl til okk­ar fyrri viðskipta­vina í Rússlandi. Þar í landi séu kröfu­h­arðir kaup­end­ur sem Íslend­ing­ar hafi þjónað um ára­bil.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: