Mala gull á viðskiptabanninu

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fær­ey­ing­ar mala gull á viðskipta­banni Rúss­lands á ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og fleiri vest­ræn ríki. Þetta kem­ur fram í frétt danska dag­blaðsins Berl­ingske en bannið nær ekki til Fær­eyja. Fram­an af náði viðskipta­bann Rússa ekki held­ur til Íslands en nú hef­ur orðið þar breyt­ing á. Vegna banns­ins hef­ur út­flutn­ing­ur Fær­ey­inga til Rúss­lands stór­auk­ist og má ætla að hann auk­ist enn eft­ir að rúss­nesk stjórn­völd ákváðu að loka á ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir.

Fram kem­ur í frétt­inni að verðmæti út­flutn­ings frá Fær­eyj­um til Rúss­lands fyrstu sex mánuði þessa árs nemi um 700 millj­ón­um danskra króna eða tæp­um 14 millj­örðum ís­lenskra króna. Fyrstu sex mánuði árs­ins hafi Fær­ey­ing­ar selt 50 þúsund tonn af fiskaf­urðum til Rúss­lands sam­an­borið við 63 þúsund tonn und­an­farið ár. Rúss­ar séu þar með orðnir stærstu kaup­end­ur að fær­eysk­um fiski. Inni í því sé lax, mak­ríll og síld.

Þetta sé á kostnað sjáv­ar­út­vegs í ná­granna­ríkj­un­um, ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Íslands. Reiknað er með að verðlag á fiski hækki í Rússlandi eft­ir að lokað var á inn­flutn­ing frá Íslandi. Jafn­vel að hækk­un­in verði mik­il. Þá væri yf­ir­vof­andi skort­ur á lax, síld og mak­ríl í Rússlandi. Bú­ist er við að Fær­ey­ing­ar geti að ein­hverju leyti bætt það upp.

mbl.is