Rússar óska eftir viðræðum við Dani

Kristian Jensen utanríkisráðherra Danmerkur
Kristian Jensen utanríkisráðherra Danmerkur Twitter

Ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur Kristian Jen­sen, hef­ur áhuga á að end­ur­vekja póli­tísk sam­skipti lands­ins við Rúss­land en það hef­ur andað köldu milli ríkj­anna und­an­far­in ár meðal ann­ars út af kjarn­orku­vá af hálfu Rússa.

Í viðtali við Jyl­l­ands Posten í dag seg­ir Jen­sen að Rúss­ar hafi óskað eft­ir fundi æðstu stjórn­enda ut­an­rík­is­mála ríkj­anna og hann ætli að þiggja boðið.

Hann seg­ir að til þess að geta sagt skoðun sína þá verði að hitta þá. Því vilji hann hefja viðræður við rúss­nesk yf­ir­völd að nýju.

Spenn­an í sam­skipt­um ríkj­anna tveggja hef­ur auk­ist und­an­farna mánuði vegna auk­inn­ar starf­semi Rússa við loft­heldi Dan­merk­ur. Eins varaði sendi­herra Rúss­lands í Dan­mörku við því að Dan­ir hefðu sjálf­ir gert sig að skot­marki í kjarn­orku­vopna­árás með því að taka þátt í sam­eig­in­legu loft­varn­ar­sam­starfi Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Jen­sen seg­ir að þrátt fyr­ir viðkvæmt sam­band þá verði Dan­ir að finna leið til þess að eiga í upp­byggi­leg­um sam­skipt­um við Rússa. Þar skipti máli land­fræðileg lega land­anna. 

Að sögn ut­an­rík­is­ráðherr­ans þá eru það nokk­ur mál sem hann hef­ur áhuga á að ræða við starfs­bróður sinn, Ser­gei Lavr­ov. Þetta muni ekki verða spjall þeirra á milli held­ur muni þeir skipt­ast á skoðunum og koma skila­boðum á fram­færi.  Dan­ir eru meðal fjöl­margra þjóða sem styðja refsiaðgerðir gagn­vart Rúss­um.

<br/><div id="embedded-media"> <blockquote class="twitter-tweet">

DK har brug for dia­log med Rus­land, både for at på­vir­ke ifht. Ukraine ol. og for at sam­ar­bejde om Østersøen mm <a href="http://​t.co/​Vqwgn­berAZ">http://​t.co/​Vqwgn­berAZ</​a> <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​dkpol?src=hash">#dkpol</​a>

— Kristian Jensen (@Kristian_Jensen) <a href="https://twitter.com/Kristian_Jensen/status/634482986226974720">August 20, 2015</a></blockquote> <script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script> <div id="embedded-remove"></div> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Det er store <a href="htt­ps://​twitter.com/​Kristian_J­en­sen">@Kristian_J­en­sen</​a>-dag i mor­gena­viser­ne. Jeg har samlet til bun­ke her <a href="http://​t.co/​iCYqxNTl6N">http://​t.co/​iCYqxNTl6N</​a> <a href="htt­ps://​twitter.com/​hashtag/​dkpol?src=hash">#dkpol</​a> <a href="http://​t.co/​XnTT4k­fH1S">pic.twitter.com/​XnTT4k­fH1S</​a>

— Thomas Søgaard Rohde (@Thomas_Rohde) <a href="https://twitter.com/Thomas_Rohde/status/634624320883556352">August 21, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is