Bjarnafjölskylda í sundlaugarteiti

Birnirnir að leik í sundlauginni.
Birnirnir að leik í sundlauginni. Skjáskot úr myndbandi CNN

Fjöl­skyldu einni í New Jers­ey brá held­ur bet­ur í brún þegar þau fengu óvænta heim­sókn frá bjarna­fjöl­skyldu. Bjarna­fjöl­skyld­an fékk af­not af sund­laug Tim Basso og fjöl­skyldu hans í Rockaway Towns­hip í New Jers­ey. 

Í viðtali við News 12 New Jers­ey seg­ir Basso að hann hafi fyrst talið að bjarna­fjöl­skyld­an hafi ætlað að fá sér að drekka úr laug­inni en svo var ekki.

Basso náði öllu at­hæf­inu á mynd­band en þar sést bjarna­fjöl­skyld­an skemmta sér sam­an með leik­föng úr laug­inni. Þrátt fyr­ir að sund­laug­in og dótið hafi skemmst að hluta í lát­un­um seg­ir Basso að gest­irn­ir hafi alls ekki verið svo slæm­ir.

Fjöl­skyld­an til­kynnti at­vikið til lög­reglu en það var lítið hægt að gera í mál­inu. Birn­irn­ir yf­ir­gáfu laug­ina sjálf­vilj­ug­ir eft­ir að hafa verið að leik í rúma klukku­stund.

mbl.is