Áhugafólk um pöndur glöddust innileg í gær þegar risapandan Mei Xiang, sem býr í dýragarði í Washington í Bandaríkjunum, fæddi tvíbura. Hún var tæknifrjóvguð í apríl á þessu ári.
Fyrsti pönduunginn kom í heiminn um klukkan hálf 6 í gær og sá seinni um fjórum klukkutímum síðar. Mei Xiang er afar vinsæl og margir ferðamenn heimsækja garðinn sérstaklega til að skoða hana.
Árið 2012 missti Xiang fóstur og olli það mikilli sorg á meðal aðdáenda hennar. „Við erum í skýjunum yfir því að Mei Xiang hafi fætt lítinn pönduunga. Unginn er veikburða og lítill en við vitum að Xiang á eftir að verða glæsileg móðir,“ segir yfirdýralæknirinn í garðinum í tilkynningu.
Er þetta í annað sinn sem Xiang eignast unga. Árið 2005 eignaðist hún soninn Tai Shan og árið 2013 fæddist Bao Bao.
Hún var tæknifrjóvguð þann 26. og 27. apríl á þessu ári með sæði sem geymt hafði verið frosið. Kom sæðið frá pöndunni Hui Hui sem búsettur er í Kína. Þann 19. ágúst uppgötvuðu starfsmenn dýragarðsins að hún gengi með unga.
Ekki er búið að ákvarða kyn hinna nýfæddu unga. Risapöndur eru í útrýmingarhættu og er það meðal annars vegna þess að fæðingartíðni þeirra er afar lág. Sérstaklega þær pöndur sem búa í dýragörðum fæða fáa unga. Vitað er um 1.600 pöndur sem lifa villtar og um 300 sem lifa í dýragörðum, flestar í Kína.
Sjá frétt Reuters.