Tvöföld pönduhamingja

Mei Xiang fæddi tvo pönduunga í gær.
Mei Xiang fæddi tvo pönduunga í gær. AFP

Áhuga­fólk um pönd­ur glödd­ust inni­leg í gær þegar risap­and­an Mei Xiang, sem býr í dýrag­arði í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um, fæddi tví­bura. Hún var tækni­frjóvguð í apríl á þessu ári. 

Fyrsti pöndu­ung­inn kom í heim­inn um klukk­an hálf 6 í gær og sá seinni um fjór­um klukku­tím­um síðar. Mei Xiang er afar vin­sæl og marg­ir ferðamenn heim­sækja garðinn sér­stak­lega til að skoða hana.

Árið 2012 missti Xiang fóst­ur og olli það mik­illi sorg á meðal aðdá­enda henn­ar. „Við erum í skýj­un­um yfir því að Mei Xiang hafi fætt lít­inn pöndu­unga. Ung­inn er veik­b­urða og lít­ill en við vit­um að Xiang á eft­ir að verða glæsi­leg móðir,“ seg­ir yf­ir­dýra­lækn­ir­inn í garðinum í til­kynn­ingu.

Er þetta í annað sinn sem Xiang eign­ast unga. Árið 2005 eignaðist hún son­inn Tai Shan og árið 2013 fædd­ist Bao Bao. 

Hún var tækni­frjóvguð þann 26. og 27. apríl á þessu ári með sæði sem geymt hafði verið frosið. Kom sæðið frá pönd­unni Hui Hui sem bú­sett­ur er í Kína. Þann 19. ág­úst upp­götvuðu starfs­menn dýrag­arðsins að hún gengi með unga.

Ekki er búið að ákv­arða kyn hinna ný­fæddu unga. Risapönd­ur eru í út­rým­ing­ar­hættu og er það meðal ann­ars vegna þess að fæðing­artíðni þeirra er afar lág. Sér­stak­lega þær pönd­ur sem búa í dýra­görðum fæða fáa unga. Vitað er um 1.600 pönd­ur sem lifa villt­ar og um 300 sem lifa í dýra­görðum, flest­ar í Kína. 

Sjá frétt Reu­ters

Mei Xiang.
Mei Xiang. AFP
Sónarmynd frá Mei Xiang.
Són­ar­mynd frá Mei Xiang. AFP
mbl.is