Ræða m.a. málefni sveitarfélaga

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sam­ráðshóp­ur um viðbrögð vegna inn­flutn­ings­banns Rússa á mat­væli frá Íslandi mætti á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í dag, þar sem farið var yfir stöðu mála og verk­efni hóps­ins.

Að sögn Vil­hjálms Bjarna­son­ar, 2. vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar, kom fátt nýtt fram á fund­in­um.

„Þetta var fyrst og fremst upp­lýs­inga­fund­ur og eng­ar ákv­arðanir tekn­ar. Við vor­um bara frædd um það hvernig staðan væri, þannig að það var fátt annað sem kom fram og eng­ar ákv­arðanir tekn­ar og eng­ar til­lög­ur lagðar fram,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Ákvörðun um sam­ráðshóp­inn var tek­in í rík­is­stjórn og var þetta því í fyrsta sinn sem hann var rædd­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Á fund­in­um í dag kom meðal ann­ars fram að meðal þess sem verður til um­fjöll­un­ar á vett­vangi sam­ráðshóps­ins verða mál­efni þeirra sveit­ar­fé­laga sem „harðast verða úti,“ eins og Vil­hjálm­ur orðar það.

„Það eru ákveðin sveit­ar­fé­lög sem eiga meira und­ir en önn­ur,“ seg­ir hann.

Í sam­ráðshópn­um sitja Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir og Ingi­björg Davíðsdótt­ir fyr­ir for­sæt­is­ráðuneytið, Högni S. Kristjáns­son og Kristján Andri Stef­áns­son fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið, og Sig­ur­geir Þor­geirs­son og Jó­hann Guðmunds­son fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið.

mbl.is