Afríkulönd minnka höggið

Faxi RE á makrílmiðunum.
Faxi RE á makrílmiðunum. Ljósmynd/Viðar Sigurðsson

Tals­vert af mak­ríl hef­ur í ár farið til Egypta­lands, Gana, Ga­bon og fleiri Afr­íkulanda. Þó að verð hafi lækkað tals­vert hafa þessi viðskipti minnkað höggið af lok­un markaða í Rússlandi.

Þetta seg­ir Her­mann Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóra Ice­land Pelagic, í um­fjöll­un um út­flutn­ing á afurðum mak­ríls í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann hef­ur áhyggj­ur af að þess­ir markaðir séu að mett­ast og því kunni að verða erfitt að selja afurðir það sem eft­ir er vertíðar. Fram und­an sé sá tími þegar Rúss­ar hafi að jafnaði borgað hæsta verðið, enda aukast gæði mak­ríls­ins eft­ir því sem líður á sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: