Umboðsmaður harðorður í garð ESB

Umboðsmaður ESB segir framgöngu framkvæmdastjórnar sambandsins ekki til eftirbreytni.
Umboðsmaður ESB segir framgöngu framkvæmdastjórnar sambandsins ekki til eftirbreytni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umboðsmaður Evr­ópu­sam­bands­ins er afar harðorður í áliti sínu um rift­un Evr­ópu­sam­bands­ins á IPA-samn­ingi við Fræðslumiðstöð at­vinnu­lífs­ins í kjöl­far þess að aðild­ar­viðræðum Íslands við sam­bandið var frestað 2013. Umboðsmaður­inn for­dæm­ir fram­göngu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB í mál­inu, seg­ir hana óá­sætt­an­lega og vera til þess gerða að grafa und­an orðspori sam­bands­ins.

Fræðslumiðstöð at­vinnu­lífs­ins gerði samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið um verk­efnið „Þróun raun­færn­ismats til að efla starfs­hæfni full­orðinna með litla form­lega mennt­un“ í júní 2012, en samn­ing­ur­inn fól m.a. í sér mót­fram­lag frá Fræðslu­sjóði.

Heild­ar­kostnaður við verk­efnið var áætlaður 2,5 millj­ón­ir evra og samið var um að Evr­ópu­sam­bandið myndi leggja til 75% fjár­magns­ins en Fræðslu­sjóður 25%. Í des­em­ber 2013 boðaði sam­bandið hins veg­ar upp­sögn samn­ings­ins og 5. fe­brú­ar 2014 var hon­um sagt upp með tveggja mánaða fyr­ir­vara.

Fræðslumiðstöðin vísaði ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins til umboðsmanns á þeirri for­sendu að rift­un samn­ings­ins hefði verið ólög­mæt og að samn­ing­ur­inn væri óháður ákvörðunum ís­lenskra stjórn­valda um fram­gang aðild­ar­viðræðna. Lagt hefði verið í um­tals­verðan kostnað þar sem það hefði verið skiln­ing­ur Fræðslumiðstöðvar­inn­ar að samn­ing­ur­inn væri bind­andi fyr­ir báða aðila. Þá hefði hún þegar geng­ist und­ir sam­fé­lags­lega skuld­bind­ingu á grund­velli samn­ings­ins og um hann ríktu ákveðnar vænt­ing­ar í skóla­kerf­inu og víðar.

Það var niðurstaða umboðsmanns að með samn­ingn­um hefði Evr­ópu­sam­bandið ekki aðeins tekið á sig laga­lega skuld­bind­ingu held­ur siðferðilega og sam­fé­lags­lega, sem hefði átt að koma í veg fyr­ir að fram­kvæmda­stjórn­in hegðaði sér eins og hún gerði. Það hefði verið ósann­gjarnt, ef ekki hreint og beint ósæm­legt, að leggja byrðar óviss­un­ar vegna aðild­ar­ferl­is­ins á herðar Fræðslumiðstöðvar­inn­ar, og ekki síður fjár­hags­leg­an skaða vegna hinn­ar póli­tísku stöðu.

Umboðsmaður mælt­ist til þess 5. nóv­em­ber 2014 að fram­kvæmda­stjórn­in upp­fyllti skil­yrði samn­ings­ins en því var hafnað. Hinn 15. júlí sl. var mál­inu lokað af hálfu umboðsmanns en með fyrr­nefndri gagn­rýni um óá­sætt­an­leg vinnu­brögð fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar og til­mæl­um um að hún end­ur­skoðaði fram­göngu sína, þótt seint væri.

Munu sækja málið í Brus­sel

Ingi­björg E. Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fræðslumiðstöðvar at­vinnu­lífs­ins, seg­ist von­ast til þess að fram­kvæmda­stjórn­in sjái að sér og efni samn­ing­inn. Hún seg­ir það þó allsend­is óvíst með til­liti til viðbragða henn­ar fram til þessa.

„Við reikn­um þá með að halda áfram með málið og fara með það fyr­ir dóm­stóla í Brus­sel,“ seg­ir Ingi­björg, en Fræðslumiðstöðin hef­ur þegar sent niður­stöðu umboðsmanns til lög­manna sinna í borg­inni. Ingi­björg seg­ir álit umboðsmanns gefa Fræðslumiðstöðinni fullt til­efni til að halda mál­inu til streitu.

Fjár­mun­un­um frá Evr­ópu­sam­band­inu átti m.a. að verja í að fjölga grein­um í raun­færn­ismati, en það fel­ur í sér mat á reynslu sem fólk hef­ur aflað sér, til dæm­is á vinnu­markaði. „Raun­færn­ismatið hef­ur reynst vera mjög öfl­ug leið til að bæði stytta nám og hvetja til náms, því þegar fólk sem hef­ur verið í vinnu finn­ur að það hef­ur náð valdi á fjöl­mörg­um þeirra námsþátta sem kennd eru í námi og fær þá metna, þá er það mik­il hvatn­ing til að halda áfram og ljúka,“ út­skýr­ir Ingi­björg.

Hægt hef­ur á fram­vindu verk­efn­is­ins í kjöl­far ákvörðunar Evr­ópu­sam­bands­ins um að rifta samn­ingn­um en það hef­ur verið fjár­magnað með fram­lagi Fræðslu­sjóðs. Eitt af því sem hef­ur unn­ist er að koma vefn­um næsta­skref.is í loftið, þótt vinna við hann hafi gengið hæg­ar en von­ir stóðu til.

Ingi­björg seg­ir full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins ekki hafa sett sig í sam­band við Fræðslumiðstöðina, jafn­vel þótt fram­kvæmda­stjórn­in hafi viðrað hug­mynd­ir um end­ur­greiðslu hluta fjár­fram­lags sam­bands­ins á þeirri for­sendu að miðstöðin hafi ekki gert fulla grein fyr­ir nýt­ingu þess.

„Þeir voru að pressa á okk­ur að skila loka­skýrslu um notk­un fjár­magns, því sem við vor­um búin að fá, en við vild­um ekki skila loka­skýrslu því við töld­um að þá vær­um við að samþykkja rift­un­ina,“ seg­ir Ingi­björg. „Við skiluðum þeim öll­um upp­lýs­ing­um sem þeir báðu um, en ekki á því formi sem þeir báðu um og ekki und­ir nafn­inu loka­skýrsla.“

Ingi­björg seg­ir að Fræðslumiðstöðin hafi verið vilj­ug til þess að eiga viðræður við Evr­ópu­sam­bandið um ásætt­an­lega niður­stöðu, en ekki á for­send­um sam­bands­ins sem hafi miðað að rift­un.

Ingibjörg E. Guðmundsdóttir.
Ingi­björg E. Guðmunds­dótt­ir.
mbl.is