Rúmlega þriðjungur makrílsins í íslenskri lögsögu

Makríll
Makríll

Alls eru tæp 2,9 millj­ón tonn af mak­ríl inn­an  ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu eða rúm 37% af heild­ar­vísi­töl­unni, sem er met­in um 7,7 millj­ón tonn. Minna er af mar­kíl í ár  en á síðasta ári en þá hafði ekki fund­ist jafn mikið af mak­ríl síðan rann­sókn­ir hóf­ust árið 2007. 

Niður­stöður sam­eig­in­legs mak­ríls­leiðang­urs Fær­ey­inga, Íslend­inga, Norðmanna og Græn­lend­inga sem far­inn var á tíma­bil­inu 1. júlí til 10. ág­úst liggja nú fyr­ir í heild sinni.

Í leiðangr­in­um tóku þátt fjög­ur skip, R/​S Árni Friðriks­son frá Íslandi, eitt skip frá Fær­eyj­um og tvö frá Nor­egi. Fyrr í þess­um mánuði var greint frá bráðabirgðaniður­stöðum á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Mark­mið leiðang­urs­ins var að kort­leggja út­breiðslu og magn mak­ríls og annarra upp­sjáv­ar­fiski­stofna í Norðaust­ur Atlants­hafi meðan á æt­is­göng­um þeirra um Norður­höf stend­ur ásamt því að kanna ástand sjáv­ar og átu­stofna á svæðinu.

Öll skip­in notuðu sams­kon­ar flot­vörpu sem sér­stak­lega hef­ur verið þróuð fyr­ir þess­ar rann­sókn­ir og var R/​S Árni Friðriks­son að taka þátt í þeim í átt­unda sinn.

Magn og út­breiðsla mak­ríls á svæðinu var met­in út frá afla í stöðluðum tog­um sem tek­in voru með reglu­legu milli­bili og var rann­sókna­svæðið um 2,7 millj­ón fer­kíló­metr­ar.

Heild­ar­vísi­tala mak­ríls (líf­massi) á svæðinu var met­in um 7,7 millj­ón tonn, þar af voru tæp 2,9 millj­ón tonn inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu eða rúm 37% af heild­ar­vísi­töl­unni. Heild­ar­vísi­tal­an í ár er 1,3 millj­ón tonn­um lægri en á síðasta ári en þá var hún sú hæsta síðan rann­sókn­irn­ar hóf­ust árið 2007.

Aldrei áður jafn mikið af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu

Vísi­tala mak­ríls inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu hef­ur hins veg­ar aldrei verið eins há og í ár, en síðustu þrjú ár var vísi­tal­an þar um 1,6 millj­ón tonn. Á öðrum svæðum var magnið minna en á síðasta ári.

Mesta þétt­leika mak­ríls var að finna suður af Íslandi og náði út­breiðslan þar sunn­ar en áður hef­ur sést. Heild­ar­stærð svæðis­ins sem kannað var í ár var lítið eitt stærra en á síðasta ári en eins og und­an far­in ár, var aðeins lít­ill hluti lög­sögu Evr­ópu­sam­bands­ins kannaður.

„Niður­stöður leiðang­urs­ins sýna enn og aft­ur víðáttu­mikla út­breiðslu mak­ríls­ins að sum­ar­lagi. Það er þó ljóst að ekki náðist að dekka allt út­breiðslu­svæði hans og þá sér­stak­lega suðaust­ur af yf­ir­ferðarsvæðinu í kring­um Bret­lands­eyj­ar og í Norður­sjó þar sem einkum yngri fisk­ur er tal­inn halda til á þess­um árs­tíma. Útbreiðsla mak­ríls var eins og áður sagði frá­brugðin síðustu árum sem bend­ir til breyt­inga á far­leiðum hans. Þær tengj­ast mögu­lega kald­ari yf­ir­borðssjó í vor suðaust­ur af Íslandi sem náði allt að strönd­um Nor­egs,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un.

mbl.is