Suspiria í sundbíói RIFF

Stilla úr Suspiria sem sýnd verður í Sundhöllinni 26. september.
Stilla úr Suspiria sem sýnd verður í Sundhöllinni 26. september.

Ítalska hrollvekjan Suspiria verður sýnd í sundbíói Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í Sundhöll Reykjavíkur 26. september næstkomandi.

Suspiria er sígild hrollvekja frá árinu 1977 eftir ítalska leikstjórann Dario Argento sem hlaut heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar árið 2012. Í myndinni segir af dansara sem heldur frá New York til Þýskalands til að nema við virtan ballettskóla. Innan veggja skólans fara hins vegar undarlegir atburðir að gerast og ljóst að ill öfl búa að baki þeim. Andrúmsloft og umhverfi Sundhallarinnar verður innblásið af hrollvekju Argentos þetta kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá RIFF, og sýningin verður bönnuð börnum undir 16 ára aldri. Frekari upplýsingar og miðasölu má finna á vef RIFF, riff.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: