Elska hundinn meira en makann

Margir hundar eru elskaðir afar heitt.
Margir hundar eru elskaðir afar heitt. mbl.is/Árni Sæberg

38% þeirra sem tóku þátt í banda­rískri könn­un segj­ast elska hund­inn sinn meira en maka sinn. Þúsund hunda­eig­end­ur tóku þátt í könn­un­inni sem var fram­kvæmd á veg­um PoochPerks.com, fyr­ir­tæk­is sem sér­hæf­ir sig í marg­vís­legri þjón­ustu fyr­ir hunda.

Hunda­eig­end­urn­ir segj­ast einnig myndu verða meira miður sín ef hund­ur­inn stryki að heim­an en ef mak­inn færi. 

„Hund­arn­ir okk­ar eru meira en bara gælu­dýr,“ seg­ir Tina Vi­dal, for­stjóri Pooch Perks. „Þeir eru fé­lag­ar sem veita and­leg­an stuðning og færa gleði inn í líf okk­ar - rétt eins og mak­ar eiga að gera.“ Hún seg­ir því ekki koma sér á óvart að marg­ir hunda­eig­end­ur elska hund­inn meira en mak­ann.

Frétt Huff­ingt­on Post um málið.

mbl.is