1800 tonn af hvalkjöti frá Íslandi

Winter Bay
Winter Bay

Flutn­inga­skiptið Win­ter Bay er komið til Osaka í Jap­an með 1.816 tonn af ís­lensku hval­kjöti. Siglt var um Norður-Íshaf, svo norður fyr­ir Rúss­land,svo­kallaða norðaust­ur­leið.  Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, eig­anda Hvals, í Morg­un­blaðinu 4. ág­úst sl. er opnað fyr­ir þessa leið 1. júlí en hún verður ekki al­menni­lega fær fyrr en í ág­úst. „Það er allt að þiðna mjög hratt þarna,“ seg­ir Kristján. Að sögn hans ætti för­in að ganga greiðlega. „Rúss­arn­ir sjá um allt eft­ir­lit. Skipið fer ekki neitt nema það sé búið und­ir þær aðstæður sem eru þarna,“ seg­ir Kristján í viðtali við Morg­un­blaðið.

Í frétt á vefn­um RT kem­ur fram að þessi sigl­inga­leið hafi verið val­in til þess að forðast það að hitta and­stæðinga hval­veiða sem eru staðsett­ir í Ind­lands­hafi.

Sam­kvæmt frétt Newsweek eru þrír mánuðir síðar skipið lagði úr höfn á Íslandi en Win­ter Bay er norskt skip sem sigl­ir und­ir fána St. Kitts and Nevis, svo kölluðum hentifána til þess að losna und­an regl­um og skött­um, seg­ir í frétt RT.

Í Morg­un­blaðinu kom fram fyr­ir nokkru að Win­ter Bay hafi lagt af stað frá Hafnar­f­irði í byrj­un júní og hélt til Nor­egs. Hafði það legið við bryggju í sex vik­ur áður en það fór frá höfn þar. 

Frétt RT

mbl.is