Þrjú kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglunnar í Vestmannaeyjum og eru talin hafa veirð framin á Þjóðhátíð eru enn til rannsóknar. Tvær kærur hafa verið lagðar fram en að sögn lögreglu verður kæra líklega ekki lögð fram í þriðja málinu.
Neyðarmóttöku nauðgana á Landspítalanum bárust að minnsta kosti þrjár tilkynningar um kynferðisbrot um verslunarmannahelgina, öll framin á Þjóðhátíð. Konurnar voru allar sagðar ungar.