Fór snemma í háttinn svo hún myndi ekki falla

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Fyrstu dagarnir hafa gengið ótrúlega vel, ótrúlega. Að kvöldi 1.sept fór ég mjög snemma í háttinn (við erum að tala um fyrir kl.22, ég er sko mega B manneskja), svo ég færi ekki í sama gamla farið að hlamma mér í sófann, kveikja á sjónvarpinu og langa í nammi. Þetta var æði og ég vaknaði úthvíld morguninn eftir, dásamlegt,“ segir Ásgerður Ósk Jakobsdóttir sem tekur þátt í Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu. Á meðan á Sykurlausum september stendur ætlum við að fylgjast náið með Ásgerði sem er fjögurra barna móðir í Vesturbænum:

Dagur 2 gekk vel en ég var með mikinn og þungan höfuðverk allan daginn, líklegast sykurfráhvörf. Ég drakk mikið vatn í staðinn og fékk mér espresso með nýkreistum sítrónusafa útí seinnipartinn, sem virkaði gegn höfuðverknum.

Dagur 3 var fínn, enginn höfuðverkur og enginn sykur (ekki einu sinni með leiknum ⚽️).

Dagur 4 gekk vel framan af og það var mjög hvetjandi að fara á fyrirlesturinn í hádeginu 😉 Ég hef almennt séð ekki haft mjög mikla sykurlöngun eða nasl löngun, þangað til í gærkvöldi. Þá var ég að tryllast, það endaði með því að ég fékk mér sykurlaust súkkulaði (sætt með stevíu í staðinn) og fór svo í klukkutíma göngutúr um miðbæinn okkar fallega.

Í dag er ég að fara í barna afmæli og þar mun veisluborðið pottþétt svigna undan hnallþórum og ýmiss konar kræsingum. En ég mun mæta vel undirbúin, var að baka fræhrökkbrauð eftir uppskrift frá Svövu vinkonu (sem er með ljufmeti.com) og bjó til með því feta- og sítrónumauk (einnig frá Svövu) og vá hvað það var gott. Og enginn sykur. Algjörlega gómsætt. Ég held nefnilega að lykillinn að sykurleysi fyrir nautnaseggi, eins og okkur tvær og fleiri, sé að borða eitthvað annað ljúffengt í staðinn. Það verður að vera bragðgott. Svo ætla ég að koma við á boozt barnum á leiðinni í afmælið og fá mér einn grænan ofurboozt...bingó! Þetta getur ekki klikkað!

Fræhrökkbrauð með feta- og sítrónumaukiFjögurra barna móðir ætlar að verða sykurlaus

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is