Hvers vegna fitnum við af sykuráti?

Guðrún Bergmann og Gunnar Már Sigfússon slógu algerlega í gegn. …
Guðrún Bergmann og Gunnar Már Sigfússon slógu algerlega í gegn. Hér eru þau með undirritaðri. mbl.is/Styrmir Kári

Guðrún Bergmann og Gunnar Már Sigfússon slógu í gegn í Tjarnarbíói í gær þar sem þau fræddu lesendur Smartlands um sykurleysi og hvers vegna sykur fitar okkur. Á hádegisfundi sem haldinn var í Tjarnarbíói í tilefni af Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu héldu þau fróðleg erindi og tóku sitthvort pólinn í hæðina. 

Guðrún talaði um Candida-sveppinn og áhrif sykurfíknar á hann. Sveppurinn festir rótum í þörmunum og blómstrar ef fólk borðar nægilega mikið af sykri. Hún skrifaði bókina um Candida-sveppinn ásamt lækninum Hallgrími Magnússyni heitnum. Bókin kom fyrst út 1993 og hefur síðan þá verið endurprentuð nokkrum sinnum. Guðrún skrifar reglulega pistla um heilsu á Smartland Mörtu Maríu. 

Gunnar Már er einn þekktasti einkaþjálfari landsins. Hann hefur stúderað mataræði ofan í kjölinn enda veit hann að æfingar einar og sér skila litlu ef mataræði er ekki til fyrirmyndar. Gunnar Már skrifaði metsölubækurnar um LKL mataræðið og upp á síðkastið hefur hann hjálpað fólki að hætta að borða sykur. 

Erindi Guðrúnar og Gunnars Más verða aðgengileg á Smartlandi Mörtu Maríu eftir helgi. Þeir sem hafa áhuga á að reyna að bæta lífsvenjur sínar ættu að fylgjast með Sykurlausum september því allan mánuðinn verður daglegur fróðleikur um sykurleysi og hús tekið á fólki sem hefur reynslu af því að henda sykrinum út úr mataræði sínu. 

Gunnlaug Hartmansdóttir, Jenný Steinarsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir og Sigfríður Gunnlaugsdóttir.
Gunnlaug Hartmansdóttir, Jenný Steinarsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir og Sigfríður Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Það var góð stemning í Tjarnarbíói.
Það var góð stemning í Tjarnarbíói. mbl.is/Styrmir Kári
Guðrún Bergmann hélt meira en áhugaverðan fyrirlestur um sykurfíkn og …
Guðrún Bergmann hélt meira en áhugaverðan fyrirlestur um sykurfíkn og Candida-sveppinn sem heldur til í þörmunum. mbl.is/Styrmir Kári
Lóa Ólafsdóttir og Andrea Laufey Jónsdóttir.
Lóa Ólafsdóttir og Andrea Laufey Jónsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Gunnar Már Sigfússon útskýrði hvers vegna við fitnum af sykurneyslu.
Gunnar Már Sigfússon útskýrði hvers vegna við fitnum af sykurneyslu. mbl.is/Styrmir Kári
Sunna Dís Magnúsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Sunna Dís Magnúsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Kolbrún Pálína Helgadóttir, Marta María Jónasdóttir, Guðrún Bergmann og
Kolbrún Pálína Helgadóttir, Marta María Jónasdóttir, Guðrún Bergmann og mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is